fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

#églíka

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 22. október 2017 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar:

Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og jafnvel iðulega allt frá barnæsku.

Það var sláandi að sjá nánast allar konur á vinalistanum setja myllumerkið hjá sér. Sumar létu frásagnir fylgja með. Konur, sem hingað til hafa litið á kynferðislega áreitni sem „eitthvað til að gera ekki veður út af“ fundu kjarkinn til að segja upphátt að þær hafi verið áreittar. Þótt ekki hafi verið um ofbeldisfulla nauðgun að ræða var farið yfir mörk, í orðum eða hegðun.

Indíana Ása Hreinsdóttir ritstjóri Akureyri Vikublaðs.

Það skaut skökku við að stór hluti umræðunnar snerist um það hvort karlmönnum væri heimilt að nota myllumerkið eða ekki. Karlar verða jú líka fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Auðvitað er umræða um áreitni gegn körlum að sama skapi mikilvæg en #metoo herferðin snerist um þá sláandi staðreynd að næstum allar konur hafa einu sinni og jafnvel ítrekað orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það einfaldlega á ekki við um karlana.

Vitundarvakningin #metoo er enn ein tilraunin til að galopna umræðuna um kynferðisbrot. Kaldhæðni örlaganna hagaði því þannig til að herferðin fór að mestu leyti fram sama daginn og fréttir af þöggun og ritskoðun bárust er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bannað fréttaflutning Stundarinnar. Það var leyndarhyggja sem gekk endanlega frá ríkisstjórnarsamstarfinu. Það getur ekki verið góður leikur að grípa til hennar korteri fyrir kosningar.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi