fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Hverjum treystir þú?

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. október 2017 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar: 

Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi.

Grunnstef VG í komandi kosningum

Við viljum meiri jöfnuð með réttlátari skattheimtu og breyttri ráðstöfun fjármuna, barnafólki, námsmönnum, öryrkjum, eldri borgurum og láglaunafólki til hagsbóta. Tveir efstu tekjuflokkar Hagstofunnar (af 10) taka við 53% allra launa í landu og tíundi hluti þjóðarinnar á yfir tvo þriðju hluta allar eigna. Með hliðrun í skattlagningu til þeirra sem eru mjög vel aflögu færir má afla fjár til aukins jöfnuðar. Sama gildir um mörg stór fyrirtæki.

Við berjumst fyrir jafnrétti starfsgreina, aldraðra, öryrkja og kynja, óháð búsetu, trú, uppruna, kynhneigð eða þjóðfélagsstöðu og lýsum yfir samstöðu með launafólki, með þeim er þurfa á samfélagsaðstoð að halda, alþýðu manna um allan heim og friðelskandi samfélögum eða hópum. Grænu viðhorfin merkja m.a sjálfbært samfélag þar sem auðlindir eru nýttar með náttúruvernd og hagsæld almennings að leiðarljósi. Um leið köllum við á ábyrgt frelsi sem byggir á mannúð, ábyrgð á náunganum jafnt sem samfélaginu og tillitssömu skoðanafrelsi. Við teljum að endurskoða verði stjórnarskrá, byggða á tillögum sem fyrir liggja.

Við myndun næstu ríkisstjórnar leggur VG stóraukna áherslu á velferð, heilbrigði og menntun.

Stefnumál á Suðurnesjum

Meðal stefnumála VG á Suðurnesjum eru þessi: Endurskoðun starfsleyfa kísilvera í Helguvík – enga mengandi stóriðju. Endurbætur og viðhald vega og gerð hjólreiðabrauta og reiðvega. Greiðari almenningssamgöngur, efling strætó. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Styttri biðtíma, fleira fagfólk, fæðinga- og bráðaþjónustu. Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og ungmenni, Uppeldi, menntun og menningu með óskir og þarfir barna og ungs fólks í fyrirrúmi. Húsnæði fyrir alla, efld húsnæðissamvinnufélög. Framlög til hafna á landsvæðinu í samgönguáætlun. Aukið fé til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Gerð framtíðarskipulags friðaðra svæða í tengslum við Reykjanesjarðvang. Samvinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum gegnum sóknaráætlun, uppbyggingarsjóð og svæðisskipulag.

Við í VG viljum mynda ríkisstjórn á grunni félagshyggju og með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi. Það getum við gert  undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, með samstarfi við þá flokka sem unnið geta með hreyfingunni. Framkvæmt í ásættanlegum áföngum það sem almenningur kallar eftir. Hverjum treystir þú?

Birtist fyrst í Reykjanes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti