fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Þingmaður Pírata um Sjálfstæðisflokkinn: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum – Blóð vina minna“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 20. október 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata.

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata í umræðu inni í Fésbókarhópnum Geðsjúk þar sem meðlimur hópsins setti inn færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir.

Í færslunni segir einnig að flokkurinn telji að auka þurfi áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál. Segir Gunnar Hrafn að hann hafi setið fundi þar sem þetta var rætt og á fundinum hafi verið kristalsljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bannað Óttari Proppé heilbrigðisráðherra og Viðreisn að gera umbætur á þessu sviði.

Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna,

segir Gunnar Hrafn um Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Hrafn segir á Fésbók að hann hafi ekki átt von á því að gerð væri frétt um þessi ummæli, vísaði hann þá til fréttar Vísis, þar sem ummælin hafi verið látin falla í lokuðum hópi á Fésbók. Vildi hann þá koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:

Það deyja TUGIR ungmenna árlega úr sjúkdómi sem er ekki verið að meðhöndla í mörgum tilfellum, vegna skorts á framlögum og aðstöðu. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í samfélaginu snertir þetta enn ofboðslega margar fjölskyldur sem ekki þora að koma fram. Tugþúsundir Íslendinga sem eru í sárum.

Þeir sem stóðu gegn því að við Óttar Proppé gætum gert það sem við vildum gera, byltingu í þessum málum, voru leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Þeir fóru með valdið og upplýsingarnar. Sem varð til þess að stjórnin féll eins Píratar vöruðu við.

Ég vona að menn telji þetta ekki brot á einhverjum trúnaði. Það er bara ákaflega mikilvægt að það komi fram hvernig ég og aðrir þurftum að djöflast í þessu og fengum fátt annað til baka frá stjórnarliðum en ósmekklegar aðdróttanir um veikindi mín.

Maður þarf auðvitað að vera geðveikur til að vilja koma veg fyrir að tugir Íslendinga fyrirfari sér á hverju ári eftir algjöra höfnun frá kerfinu. Er ég bara svona klikkaður eða er þetta svívirðilegt óréttlæti?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi