fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Hannes og Gunnar Smári í átökum: Öfund, dóni, mykjudreifari og ruglukollur

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 20. október 2017 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Samsett mynd/DV

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands deilir á gagnrýnendur Bjarna Benediktssonar formann Sjálfstæðisflokksins, segir Hannes á Fésbók að öfund vinstrimanna í garð Bjarna sé öflugri en allar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi. Þeim orðum svaraði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi á eftirfarandi hátt:

Áttu við að andstyggð fólks á þeim eigendum bankanna sem holuðu þá að innan með lánum til sjálfs sín, lánum til allskonar brasks sem þeir þurftu svo ekki að borga þegar illa fór, sé fyrst og fremst byggð á öfund? Ég hélt að þú færir um heiminn til að hneykslast á siðleysi manna eins og Bjarna og ættmenna hans; fólks sem misnotaði bankana í eigin þágu og braut gegn almannahag. En þú ert kannski bara öfundsjúkari en allir.

Hannes Hólmsteinn lét ekki slá sig út af laginu og svaraði að bragði að hann væri að tala um öfund vinstrimanna út í Bjarna:

„Heift ykkar er óskiljanleg, nema hún sé öfund á háu stigi. Hún er ein af höfuðsyndunum sjö. Annars finnst mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn, ef helsti leigupenni auðjöfranna til margra ára er farinn að hneykslast og leika siðapostula. Það var vinur þinn og vinnuveitandi, Jón Ásgeir, sem holaði Glitni að innan, eins og kemur vel fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.“

Gunnar Smári sagði á móti að hugmyndir hægrimanna væru hálffasískar og þeir sem aðhylltust þær ekki væru hvorki gallaðir, sturlaðir né syndugir. Það væri heldur varla hægt að tala við fólk sem vildi draga hugtakið synd inn í samfélagsumræðuna. Sagði Gunnar Smári jafnframt:

Það er enginn eðlismunur á þjófnaði Jóns Ásgeirs og fjanda þinna úr bönkunum og þjófnaði Bjarna og vina þinna úr bönkunum. Þú fjallar hins vegar ekki um Bjarna og Engeyinga af því þú heldur að það séu þínir eigin skíthælar; að önnur lögmál gildi um innvígða og innmúraða. Í fjórða lagi lít ég, eins og allir skynsamir menn, á allar skammir frá þér sem hrós. Þú ert frábær vindhani í siðferðismálum sem stjórnmálum; þú bendir undantekningarlaust í vitlausa átt.

Þá bættist inn í samræðurnar maður að nafni Magnús Örn sem sagðist hafa búist við meiri kurteisi frá Gunnari Smára þar sem hann hefði nú stofnað stjórnmálaflokk. Í stað þess að taka það til sín bætti Gunnar Smári í. Sagðist hann ekki geta tekið ábyrgð á tapi annarra þó hann starfaði fyrir ákveðin fyrirtæki. Að lokum greip Gunnar Smári til þess ráðs að uppnefna Hannes:

Hannes Hólmsteinn er óforbetranlegur dóni, mykjudreifari og ruglukollur, sem er fyrir löngu búinn að segja sig úr samfélagi siðaðra manna.

Á öðrum stað í þræðinum þakkaði Hannes Gunnari Smára fyrir falleg orð í sinn garð og minnist á Fésbókarhópa sem Gunnar Smári hefur stýrt í gegnum tíðina fram til dagsins í dag:

„Ég óska þér alls góðs í Sósíalistaflokknum, samtökum múslima og baráttuhópnum fyrir, að Ísland verði 21. fylkið í Noregi. Ég tel líka, að það hafi verið afrek hjá þér að tapa sjö milljörðum af fé (eða öllu heldur lánsfé) Jóns Ásgeirs á ævintýrunum úti í Danmörku. Ég hef ekki svo marga strengi á minni hörpu. Ég er aðeins ósköp hversdagslegur grúskari, sem hlakka til hvers dags með fornar bækur í hönd.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?