fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Píratar eru óánægðari með nágranna sína en aðrir

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 2. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Meirihluti Íslendinga eru ánægðir með nágranna sína, eða 87,8%. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar MMR þar sem svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með nágranna sína. Einungis 12,1% Íslendinga voru óánægðir með nágranna sína og þar af voru 4,8% mjög óánægðir. Athygli vekur að stuðningsfólk Pírata var óánægðara með nágranna sína en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka, eða 18,5%. Stuðningsfólk Samfylkingarinnar var hins vegar ánægðast með nágranna sína, en 97% þeirra sögðust ánægð með granna sína.

Óánægja með nágranna hefur aukist um 5,1% síðan mælingar hófust árið 2010. Þegar þróun á afstöðu Íslendinga frá árinu 2010 til 2016 er skoðuð kemur í ljós að ánægja með nágranna hefur verið nokkuð stöðug. Óánægja með nágranna virðist þó aukast yfir tímabilið, eða um 5,1 prósentustig síðan mælingar hófust í ágúst 2010.

Eldra fólk ánægðara með nágranna sína

Íslendingar voru misánægðir með nágranna sína eftir lýðfræðihópum. Ef munur á viðhorfi eftir aldurshópum var skoðaður kom í ljós að því eldri sem svarendur voru því ánægðari voru þeir með nágranna sína. Þannig voru 81,1% svarenda á aldrinum 18-29 ára ánægðir með nágranna sína, á móti 96,7% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri. Jafnframt voru svarendur með heildartekjur undir 400 þúsund óánægðari en svarendur í öðrum tekjuflokkum, eða 19,4%.

Könnunin var gerð dagana 15. til 18. ágúst 2017, 955 einstaklingar 18 ára og eldri svöruðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“