fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Viðskiptablaðið borgar Facebook til að dreifa óhróðri um Kötu Jak

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 19. október 2017 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptablaðið er komið í kosningaham. Í nokkuð harðorðum nafnlausum pistli sem merktur er Týr er spjótunum beint að Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og skattahugmyndum flokks hennar. Vísað er á pistilinn af Facebook-síðu Viðskiptablaðsins og athygli vekur að ritstjórnin hefur greitt Facebook fyrir þjónustu sem tryggir að pistillinn berist sem víðast.

Fjallað er um leiðtogaumræður á RÚV á sunnudaginn en greinarhöfundi þótti heldur lítið til þess fundar koma og að spyrlarnir hefðu mátt ganga harðar fram. Þá fannst honum skorturinn á leiðtogum tilfinnanlegur.

Þegar hann víkur að Katrínu segir hann ljóst að VG ætli sér að keyra kosningabaráttuna á henni einni og þykir það skynsamleg ákvörðun þar sem mannvalið í flokknum sé ekki upp á marga fiska.

„Það er örugglega hyggilegt, því þeir hafa flestir kjörþokka á við blautan lopavettling. En ef stjórnmálaflokkur sendir aðeins einn frambjóðanda fram á sviðið, er eins gott að hann geti svarað öllum spurningum. Bæði satt og rétt.“

Þá hefur annar nafnlaus pistill Viðskiptablaðsins vakið athygli. Höfundurinn skrifar undir nafninu Óðinn. Sá pistill heitir „Ekki frétt ársins“ og er skrifuð til stuðnings forsætisráðherra. Þar eru blaðamenn Stundarinnar gagnrýndir. Í þeirri grein segir:

Það kemur ekki á óvart að Stundin skuli búa til svona ekki frétt. Tugir frétta sem þessi hafa verið sagðir á þeim ágæta miðli án mikilla viðbragða. Það er hins vegar merkilegt að blað eins og Guardian skuli nota sig á þennan hátt, jafnvel þó að blaðið sé vinstri sinnað mjög.

Þetta virkaði og allir fjölmiðlar löptu ekki fréttina upp. Á Ríkisstjórnarútvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur unnu þrír fréttamenn endursögn upp úr „fréttinni“.

Á Facebook-síðunni Fjölmiðlanördar hefur verið gagnrýnt að saumað sé að blaðamönnum Stundarinnar. Annar stjórnandi grúppunnar, Fjalar Sigurðsson hóf umræðu um þann pistil á þessum orðum:

„Þegar blaðamenn tala svona hver um annan, hvers vegna ætti almenningur að standa sig eitthvað betur? En þetta er nú eiginlega með því barnalegra sem ég hef séð – meira að segja í nafnlausum dálki í Vb.“

Hafa fleiri í þeim félagsskap gagnrýnt skrifin og skorað á Viðskiptablaðið að láta af þessum nafnlausu skrifum. Þess má geta að Eyjan hefur ekki orðið vör við að greitt hafi verið fyrir dreifingu á þeim pistli eins og Viðskiptablaðið gerði við pistil þann þar sem Katrín er skömmuð.

Andrés Magnússon blaðamaður Viðskiptablaðsins, sem tekur nú einnig virkan þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, svaraði því með eftirfarandi orðum:

Forsenda færslu Fjalars hér að ofan er að blaðamaður skrifi dálk Óðins. Nú er það svo að margir hafa skrifað þann dálk i tímans rás, en það hafa nær ævinlega verið pennar utan ritstjórnarinnar, mestan part fólk í viðskipta- og fjármálalífi, fæst með reynslu af blaðamennsku.

Inntak greinarinnar er að blaðamenn Stundarinnar hafi sakir fákunnáttu á kaupsýslu og naumri heimildavinnu sagt frétt sem var ónákvæm, jafnvel röng, um meginatriði. Það er ágætlega rökstutt og ég hef engan séð gera ágreining um þau atriði.

Ofangrein orð eru hins vegar mestan part skoðanir, býsna gildishlaðnar, lýsa pirringi og valda pirringi. Ég held þau geri greinina ekki betri, en þau eru varla handan hins boðlega. Og ef þau eru hið eina sem menn gera athugasemdir við, þá segir það auðvitað sína sögu.

Greinarhöfundi Viðskiptablaðsins þótti svörum Katrínar eitthvað ábótavant og að gamanið hafi kárnað þegar spurt var út í skattamál:

„Kjarnastefna Vinstri grænna felst í stórauknum ríkisumsvifum og skattheimtu. Katrín talar um að sækja skuli ríflega 70 milljarða króna á ári í auknar skatttekjur og segir að almenningur muni ekki finna fyrir því. En skýrir svo ekkert nánar um það. Svaraði einhverjum allt öðrum spurningum þegar hún var innt eftir því. Það gengur ekki.“

Dregur greinarhöfundar þá ályktun að Katrín viti ekki hvert sækja skuli milljarðana 70 þar sem hún hafi verið rekin á gat. Það hljóti annað hvort að vera

„vegna þess að hún er bara að tala út í loftið eða það er eitthvað sem hún vill ekki segja okkur. Hvorugt er leiðtoga sæmandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler