fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gekk af nefndarfundi: „Ég nenni ekki að sitja undir svona bulli“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 19. október 2017 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði svar lögmanns Stundarinnar vera bull og yfirgaf fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líkt og greint var frá í morgun fundar nefndin vegna lögbanns sýslumanns á Stundina. Fram kom í máli sýslumanns í morgun að lögbannið byggi á lögum og væri ekki frábrugðið öðrum lögbönnum, lögbannið sneri ekki að umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins heldur að notkun á illa fengnum upplýsingum sem á ríkti þagnarskylda.

Spurði Vilhjálmur Sigríði Rut Júlíusdóttur lögmann Stundarinnar hvort það væri álit hennar að réttur blaðamanna trompaði öll lagaákvæði um þagnarskyldu sem mætti finna í íslenskum lögum, tók hann fram að þau ákvæði skiptu hundruðum.

Sigríður Rut svaraði:

Já.

Þá sagði Vilhjálmur:

Þá er ég far­inn. Ég nenni ekki að sitja und­ir svona bulli.

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók þá fram að Vilhjálmur væri á leið á annan fund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?