fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Meirihluti landsmanna á móti lögbanninu – Sjálfstæðismenn mest fylgjandi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 19. október 2017 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV/Stundin

Meirihluti Íslendinga er andvígur lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar úr gögnum Glitnis, eða 77%. Einungis 11,4% Íslendinga var fylgjandi lögbanninu og kváðust 11,6% hvorki fylgjandi né andvígir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR.

Athygli vekur að stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins var líklegra til að segjast fylgjandi lögbanninu, borið saman við aðra stjórnmálaflokka. Þannig voru 34% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins fylgjandi lögbanninu, á meðan enginn af stuðningfólki Vinstri grænna var fylgjandi því. Fjórðungur Sjálfstæðismanna tók ekki afstöðu til spurningarinnar og annar fjórðugur var mjög andvígur lögbanninu.

Af stuðningsfólki annarra flokka kom í ljós að 18% af stuðningsfólki Framsóknar kváðust fylgjandi, 5% af stuðningsfólki Viðreisnar, 4% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar og 1% af stuðningsfólki Pírata kváðust fylgjandi lögbanni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutninginn.

Könnunin var gerð dagana 17.-18. október 2017. 1007 einstaklingar, 18 ára og eldri, svöruðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi