fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

„Mannætunni“ Jóni Trausta er ekki skemmt

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 19. október 2017 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar.

Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, teiknar Jón Trausta Reynisson, ritstjóra Stundarinnar, sem mannætu í mynd dagsins í blaðinu. Aðalrétturinn hjá Jóni Trausta er svo Bjarni Benediktsson forsætisráðerra sem situr í súpunni í mannætupottinum,

Jón Trausti sér ekkert fyndið við teikninguna sem hann birtir á Facebook og spyr: „Hvers vegna er ég teiknaður sem mannæta í skopmynd Morgunblaðsins í dag?“ Jón Trausti svarar síðan spurningunni og segir teikninguna hluta af tilraun til þess að skrumskæla veruleikann á forsendum valdhafanna:

Manni gæti alveg þótt þetta fyndið ef þetta væri ekki hluti af samfelldri tilraun til að teikna upp brjálæðislegan veruleika á forsendum valdhafanna, þar sem fólk sem er flokkað sem óvinir er afskræmt og því eignaðar lágkúrulegar hvatir. Sami skopmyndateiknari hefur teiknað grínmynd af fjölda flóttamanna að drukkna í blóðbaði.

Við hlið myndarinnar er dálkurinn Staksteinar þar sem amast er við því að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hafi gagnrýnt lögbann á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis.

Jón Trausti setur skopmyndina og Staksteina í ákveðið samhengi:

Þetta er hluti af því að framleiða veruleika. Þar eru einstakir einstaklingar með lágkúrulegar hvatir að ráðast gegn siðmenntuðum mönnum. Það er villimennska að sýna fram á að formaður flokksins komi sér í aðstæður hagsmunaáreksturs og segi ósatt um það. Innan þessa ramma verður valdbeiting gegn villimönnunum sjálfsögð og eðlileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi