fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur: „Galið og þessu þarf að breyta eins og skot“ – Lífeyrissjóðirnir graftarkýli í íslensku samfélagi

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

„Það er morgunljóst í mínum huga að þau stjórnvöld sem taka við stjórnartaumunum eftir kosningar verða að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að stinga rækilega á það graftarkýli sem íslensku lífeyrissjóðirnir eru í íslensku samfélagi.“

Þannig hefst pistill eftir Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Pressunni. Þar hjólar Vilhjálmur í lífeyrissjóðina. Segir hann kerfið meingallað og illa rekið.

Heildareignir lífeyrissjóðanna er 3738 milljarðar og þar af eru 2.882 milljarðar sem eru inn í íslensku hagkerfi. Eins og allir vita þá er ávöxtunarviðmið íslensku lífeyrissjóðirnir 3,5% raunávöxtun. Það er ljóst að þetta ávöxtunarviðmið er m.a. ástæðan fyrir því að við þurfum að búa hér við mjög hátt vaxtarstig og verðtryggingu.

Til að standa undir 3,5% raunávöxtun sem lífeyrissjóðirnir fara í raun fram á leiðir til þess að íslenskur almenningur, heimili og fyrirtæki þurfa að greiða yfir 100 milljarða á ári hverju til að standa undir þessu ávöxtunarviðmiði sjóðanna.

Segir Vilhjálmur að sú upphæð sem þurfi til að fóðra ávöxtunarviðmið lífeyrissjóðanna sé litlu minni en aflaverðmæti allra íslenskra skipa árið 2016. Aflaverðmætið nam þá 133 milljörðum.

Hvað vitglóra er í því að við séum með tæpa 3000 þúsund milljarða inn í íslensku hagkerfi sem leiðir til þess að vextir eru miklu hærri fyrir vikið og hlutabréfabólan þenst út eins enginn sé morgundagurinn vegna þess að sjóðirnir gera lítið annað en að kaupa og selja af hvorum öðrum.

Af hverju halda menn að norski olíusjóðurinn fjárfesti nánast eingöngu utan Noregs, nei snillingarnir sem stjórna lífeyrissjóðunum á Íslandi þeir eru ekkert að fara eftir Norðmönnum enda eru íslensku lífeyrissjóðirnir með 77% af heildareignum lífeyrissjóðanna til ávöxtunar í íslensku hagkerfi sem lendir á fullum þunga á íslenskum heimilum og fyrirtækjum til ávöxtunar. Galið og þessu þarf að breyta eins og skot.

Vilhjálmur bætir við að íslensku lífeyrissjóðirnir sem sé stjórnað af Samtökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingunni eigi upp undir 50% af öllum hlutabréfum í Kauphöllinni.

Þetta lífeyriskerfi sem þessir snillingar segja að sé best í heimi og kostar upp undir 14 milljarða að reka á ári og gerir lítið annað en að kaupa eignir fram og til baka af hvorum öðrum og þenja út hlutabréfabólu sem getur ekki annað en sprungið með hvelli. Þessi ráðandi eignarhlutir lífeyrissjóðanna í stærstu fyrirtækjum í Kauphöllinni gerir það að verkum að öll samkeppni verður nánast enginn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt