fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkur og Vg undir 20%

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9 prósent. Vinsti græn fylgja strax á eftir með 19,1 prósent fylgi.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu könnunar MMR á fylgi flokkanna en athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna heldur áfram að dragast saman. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent fylgi og Vinstri græn með 21,8 prósent fylgi í síðustu mælingu.

Meðan hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist og mælist nú 15,8 prósent en flokkurinn mældist með 13,0 prósent í síðustu mælingu og 10,4 prósent undir lok september. Stuðningur við Samfylkinguna hefur því aukist um 5,4 prósentustig á innan við mánuði.

Þá hefur stuðningur við ríkisstjórnina hækkað á milli mælinga. Kváðust 23,8 prósent nú styðja ríkisstjórnina samanborið við 21,8 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mælist nú 11,9 prósent en mældist 10,5 prósent í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 11,0 prósent og mældist 10,7 prósent í síðustu könnun. Fylgi Framsóknar er nú 8,0 prósent en var 5,9 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,7 prósent og mældist 3,6 prósent í síðustu könnun. Fylgi Flokk fólksins mældist nú 5,3 prósent en mældist 7,4 prósent  í síðustu könnun.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 1,6 prósent  og mældist 4,2 prósent í síðustu könnun.Fylgi annarra flokka mældist 0,8 prósent  samanlagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt