fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Davíð ber saman lekamálið og lögbannið: „Hvar voru allir riddarar málfrelsisins þá?“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins. Mynd/Sigtryggur Ari

„Eru all­ir bún­ir að gleyma því hvernig látið var þegar „lekið“ var upp­lýs­ing­um um vafa­sam­an mann sem stór hóp­ur stóð op­in­ber­lega þétt með og krafðist að fengi sér­staka og óvenju­lega fyr­ir­greiðslu,“

segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag, en þar heldur Davíð Oddsson ritstjóri að öllum líkindum á penna. Vitnar Davíð í bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar þar sem talað er um tímasetninguna á lögbanni Glitnis á umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var þingmaður fyrir hrun. Spyr Páll hvers vegna það hafi verið beðið í heila viku með að setja lögbann á umfjöllunina, hvort það hafi verið til að leyfa „slúðri“ Stundarinnar að grassera áður en lögbannið var sett á til þess að valda Sjálfstæðisflokknum hámarksskaða.

Davíð segir að ólíkt því sem gerðist í lekamálinu, þegar aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur lak upplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla, séu viðbrögðin allt önnur í dag þegar ljóst sé að gögnum hafi verið lekið úr Glitni HoldCo:

Hvar voru all­ir ridd­ar­ar mál­frels­is­ins þá? Þeir sáu um und­ir­spilið fyr­ir rík­is­sak­sókn­ara og umboðsmann­inn! Þeir sömu sem nú nota hina ný­upp­götvuðu „leynd­ar­hyggju“ um flest mál til að leyna því hve fátt þeir hafa fram að færa, voru týnd­ir þá. Og hvar er sak­sókn­ar­inn núna? Er embætti hans orðið hreint dynta- og duttl­unga­embætti?,

spyr Davíð. Vitnar hann svo í orð Ingólfs Hauks­sonar, fram­kvæmda­stjóra Glitn­is HoldCo, sem sagði við Morgunblaðið að upplýsingarnar sem Stundin, Guardian og Reykjavik Media hafi unnið uppúr komi klárlega úr kerfum Glitnis fyrir hrun og hann óttist að þar megi upp­lýs­ing­ar um fjölda viðskipta­manna, það sé aðalástæðan fyrir lögbannsbeiðninni. Davíð segir svo að lokum:

Það blas­ir því við að upp­lýs­ingaþjóf­arn­ir hafa gögn um þúsund­ir manna en velta sér aðeins upp úr einu nafni til að reyna að af­baka yf­ir­stand­andi kosn­ing­ar.

Og Rík­is­út­varpið tek­ur full­an þátt í leikn­um eins og gegn öðrum for­sæts­ráðherra fyr­ir rúmu ári og viti menn, þá ein­mitt í sam­starfi við sömu kump­ána og núna. Þetta ástand get­ur vart öm­ur­legra verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt