fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Biggi lögga: Þjóðin tekin í gíslingu – sleppið henni lausri

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

„Sama hver óskaði eftir eða þrýsti á lögbannið á fréttir Stundarinnar og sama hver hagnast eða tapar á þeim gjörningi þá er gjörsamlega óþolandi að kosningar um mikilvæg málefni þjóðarinnar séu teknar í gíslingu af þessu máli.“

Þetta segir Biggi lögga í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Þar tjáir hann sig um lögbann sem sýslumaður setti á Stundina. Telur Biggi, sem nú er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn að ákvörðun um lögbann sé árás á lýðræðið.

„Sama hvort þeir sem standa fyrir þessu eru með eða á móti einstaka stjórnmálaflokkum eða mönnum þá var þessi aðgerð þegar upp er staðið alvarleg árás á lýðræðið. Bæði hvað snertir hið mikilvægt tjáningarfrelsi blaðamanna og rétt þeirra til að miðla upplýsingum, sem og rétt almennings til að taka upplýsta ákvörðun um þátttöku þeirra í að móta framtíð þjóðarinnar.“

Biggi lögga bætir við:

„Á síðasta sólarhring hefur komið í ljós að allir sem ljáð hafa skoðun sína eru mótfallnir þessari lögbannskröfu. Allir! Það hlýtur því að vera krafa þjóðarinnar að Glitnir Holdco sýni henni þá virðingu að draga þessa kröfu til baka án tafar. Þið verðið að sýna af ykkur þann manndóm og dug að sleppa þjóðinni lausri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt