fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Vinstri græn áberandi stærst – Sjö flokkar ná inn

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sjö stjórnmálaflokkar næðu mönnum á þing ef kosið yrði í dag. Vinstri græn yrði stærsti flokkurinn með 27% fylgi og 19 þingmenn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22% fylgi. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 11% fylgi.

Samfylkingin og Píratar mælast með 10% fylgi. Framsóknarflokkurinn fengi 7,5%. Viðreisn mælist með 5% fylgi og fengi þrjá þingmenn kjörna. Flokkur fólksins næði ekki manni á þing með 4%. Björt framtíð fengi svo aðeins 2%. Aðrir flokkar mælast samanlagt með 1,4% fylgi.

Vinstri græn fengu 19 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 15 þingmenn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar fengju 7 þingmenn hvor. Framsóknarflokkurinn fimm þingmenn og Viðreisn þrjá.

Þetta þýðir að Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar geta myndað 33 þingmanna meirihlutastjórn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn nema með aðkomu Vinstri grænna.

Könnunin var gerð í gær. Hringt var í 1.239 manns, það náðist í 806 manns. Svarhlutfallið var 65,1%. Alls tóku 68,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 10 prósent sögðust vera óákveðin og rúmlega 12 prósent svöruðu ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu