fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Stundin fær stuðning úr óvæntri átt: „Þeir eru líka hluti af lýðræðislegri umræðu“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Lögmaðurinn Jón Magnússon fordæmir lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar úr gögnum Glitnis. Líkt og greint hefur verið frá mættu fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík ásamt lögmanni Glitnis á skrifstofu Stundarinnar og kröfðust þess að fá gögnin sem Stundin hafði undir höndum. Samþykkti sýslumaður lögbann á frekari umfjöllun sem byggir á gögnunum.

Jón segir þetta óviðunandi:

Stundin er með ómerkilegri sneplum sem gefin er út hér á landi að mínu mati. Hvað sem því mati líður þá á Stundin sama rétt og aðrir fjölmiðlar og takmarkanir og tálmanir á tjáningarfrelsinu er óviðunandi í lýðræðisríki,

segir Jón á Fésbók. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi hann verið lögmaður fréttamiðils sem hafi verið bannað með lögbanni að birta gögn sem sögð voru stolin. Hæstiréttur ógilti það lögbann og fréttamiðillinn birti gögnin:

Hafa lögbannsmenn dagsins gleymt þessu fordæmi eða eru brýnir tímabundnir hagsmunir í húfi?

Sem lýðræðissinni og unnandi tjáninarfrelsis fordæmi ég allar þöggunaraðgerðir og aðför að tjáningarfrelsinu eins og þeirri sem gripið var til. Skiptir þar engu það mat mitt að Stundin sé ómerkilegur skítasnepill. Þeir eru líka hluti af lýðræðislegri umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi