fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Áherslur flokkanna: Það sem kjósendur ættu að varast

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá utanríkismálum til heilbrigðismála.

Í dag er spurt:

Að ykkar mati, hvað er það helsta sem kjósendur ættu að varast?

Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Björt framtíð vill að kjósendur sjái í gegnum innihaldslausa frasa um „stöðugleika“ (þegar raunverulega er átt við stöðnun), „umhverfismál“ (þegar efndir eru í mótsögn við stefnu), „velferð“ (án þess að hún séu skilgreind eða árangur mældur), öryggi (nema vita öryggi hverra um er rætt), myndskreytt strætóskýli og kökuskreytingar. Björt framtíð óskar þess að kjósendur sjái í gegnum frasa sem eru teiknaðir upp á auglýsingastofum og ætlað er að vekja falskt öryggi eða hræðslu við breytingar sem eru nauðsynlegar.

 

Framsóknarflokkurinn – X-B

 

Kjósendur á hverjum tíma eiga að kjósa þann flokk sem þeir trúa að með baráttumálum sínum leysi vandamál samfélagsins. Kjósendur eiga einnig að kjósa það fólk sem það treystir til að vinna í samvinnu við aðra flokka að því að bæta samfélagið. Mikilvægt er að samfélagið sé bætt jafnt og þétt, í breiðri sátt.

 

Viðreisn – X-C

 

Viðreisn er frjálslyndur stjórnmálaflokkur sem óttast ekki þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér. Með markvissum kerfisbreytingum getum við gert samfélagið okkar betra, sanngjarnara og búið fjölskyldum og atvinnulífi stöðugt umhverfi til þess að vaxa og dafna.

Kjósendur ættu að varast hátimbruð loforð um stöðugleika frá flokkum sem standa í raun fyrir stöðnun. Stöðnun felur í sér ótta við breytingar, en án breytinga verður ekki framþróun í samfélaginu. Stöðnun er ávísun á áframhaldandi sveiflur í efnahagsmálum, hátt vaxtastig og þunga greiðslubyrði af lántökum, sem kemur niður á öllum almenningi.

Kjósendur ættu að varast innandtóm loforð um einfaldar lausnir sem taka ekki á rótum vandamála. Dæmi um slík loforð er afnám verðtryggingar án þess að taka jafnframt á vandamálum krónunnar. Þá ber kjósendum að varast gylliboð um að hægt sé að auka útgjöld ríkisins gríðarlega án þess að það hafi áhrif á hagsveiflur, ríkisfjármálin og auki ekki skattbyrði.

Kjósendur ættu að varast málflutning sem elur á sundrungu og byggir á fordómum gagnvart einstökum þjóðfélagshópum. Umburðarlyndi og mannúð eru grunnstoðir góðs samfélags. Sérstaklega er ólíðandi að etja saman ólíkum einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem allir eiga rétt á aðstoð samfélagsins.

Kjósendur ættu að varast úrtöluraddir þeirra sem neita að horfast í augu við breytta samfélagsgerð og nútímakröfur um jafnrétti og gagnsæi.

Kjósendur ættu að varast einangrunarhyggju sem byggir á ótta við umheiminn og framtíðína. Alþjóðleg samvinna á öllum sviðum eflir okkur sem samfélag. Við viljum vera þjóð meðal þjóða.

 

Píratar – X-P

 

Píratar telja að við ættum að varast óábyrg kosningaloforð, ekki bara þau sem eru svikin heldur sér í lagi þau sem staðið er við.
Einnig vörum við gegn óhóflegu stjórnlyndi og hvetjum til hófsemi þegar það kemur tilraunum til að stýra hegðun almennings. Stjórnmálamönnum ber að skilja að þeir eiga ekki bara að lofa umbótum heldur líka standa vörð um borgararéttindi, tjáningarfrelsi og önnur mannréttindi.
Að lokum vörum við kjósendur við stjórnmálamönnum sem reyna að etja mismunandi samfélagshópum gegn hvor öðrum. Innflytjendur og öryrkjar, konur og karlar, ungir og aldraðir, íbúar höfuðborgarsvæðisins og íbúar landsbyggðarinnar hafa mismunandi þarfir og eru með mismunandi málefni efst í forgangsröðun sinni. Það gerir þessa hópa ekki að andstæðingum eða andstæðum pólum, stöndum saman vörð um lýðræðið og grunnstoðir þess.

 

 

Alþýðufylkingin – X-R

 

Kjósendur þurfa að varast margt, meðal annars: (i) Þá sem lofa sömu peningunum í marga hluti, eins og fjármálakerfið og velferð, menntamál eða heilbrigðismál. Og (ii) þá sem boða þversagnakennda stefnu, eins og að boða bæði jöfnuð eða umhverfisvernd og um leið kapítalískan hagvöxt. Svo eru (iii) þeir sem segja eitt en gera annað — það þarf að dæma fólk eftir verkunum, þar sem það er hægt.

 

Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands – X-S

 

Kjósendur eiga að varast flokka sem boða efnahagslegan stöðugleika framar öðru en ráða ekki við að koma á félagslegum stöðugleika.

Kjósendur eiga að varast flokka sem tala um að fara norræna leið í samskiptum ríkis við verkalýðsfélög og atvinnurekendur en ráða ekki við að koma á félagslegum stöðugleika.

Félagslegur stöðuleiki er undirstaðan í þeim árangri sem Norðurlöndin hafa náð.

  • Hann byggir öflugri velferð þar sem öllum eru tryggð mannsæmandi kjör og enginn er skilinn eftir.
  • Hann byggir á öflugri opinberri þjónustu þar sem fólk á rétt á góðri læknis- og heilbrigðisþjónustu.
  • Hann byggir á því og fólk hafi jöfn tækifæri til þess að fara í skóla og sækja sér menntun í fremstu röð.

Kjósendur eiga að varast flokka sem tala ekki skýrt um að vinna þurfi gegn aukinni misskiptingu þegar ríkasta 5% landsmanna á jafn mikið og hin 95%.

Kjósum félagslegan stöðugleika og aukin jöfnuð. Kjósum Samfylkinguna.

 

 

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

Heilbrigðismál

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar