Eyjan setti aðsóknarmet í vikunni sem leið, aldrei áður hafa jafn margir lesið Eyjuna frá því vefurinn opnaði árið 2008. Það kom í ljós þegar lestrartölur voru birtar á Gallup í dag. Gallup sér um að mæla vinsælustu vefsvæði landsins.
Eyjan hefur lengi verið miðstöð pólitískrar umræðu. Nú þegar kosningar nálgast hefur aðsókn á Eyjuna aukist jafnt og þétt. Síðasta vika var sú besta í sögu Eyjunnar, en aðsóknarmet Eyjunnar hafði staðið frá kosningavikunni árið 2013.
„Eyjan bíður upp á fréttir af innlendum og erlendum vettvangi. Þá leika pistlahöfundar stórt hlutverk,“ segir Kristjón Kormákur ábyrgðarmaður Eyjunnar sem stýrir miðlinum ásamt Ara Brynjólfssyni fréttastjóra Pressunnar. Ari segir:
Við höfum reynt að nálgast pólitík á annan hátt en aðrir miðlar og það fellur í kramið hjá lesendum. Eyjan á stóran og tryggan lesendahóp sem stækkar í hverri viku. Við erum þakklát fyrir þessi góðu viðbrögð, svo má ekki má gleyma pistlahöfundum sem eiga sinn þátt í velgengninni.