fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Þórdís svarar Ásmundi: „Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr – Hún einkennist af mildi og mannúð“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 16. október 2017 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

„Innflytjendur skipta okkur sem samfélagi miklu máli. Við vitum það öll. Við gætum ekki haldið okkur uppi sem samfélagi eins og við gerum í dag ef ekki væri fyrir alla þá útlendinga sem hingað hafa komið, til lengri eða skemmri tíma til að vinna, byggja upp sitt líf og gefa til samfélagsins. Koma hingað með börn sín og við lærum öll og verðum betra samfélag, fjölbreyttara og auðugra. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins.“

Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. í færslu á Fésbók þar sem hún segir afstöðu Sjálfstæðisflokksins í málefnum útlendinga vera skýra, hún einkennist af mildi og mannúð.

Svarar Þórdís grein Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins frá því um helgina þar sem hann varaði við fjölgum hælisleitenda í kjölfar lagabreytinga sem rýmkar réttindi hælisleitenda til að fá mál sín tekin fyrir ef börn eiga í hlut. Ásmundur lýsti yfir ánægju með erlenda starfsmenn í íslensku atvinnulífi og móttöku kvótaflóttafólks en varaði við fjölgun hælisleitenda:

„Er eðlilegt:
• Að hælisleitendur fái í mörgu betri framfærslu en eldri borgarar og öryrkjar?
• Að hælisleitendur fá frítt húsnæði þegar eldri borgurum og fötluðum stendur það ekki til boða.
• Að heimamenn búi á sama tíma í tjöldum vegna húsnæðiseklu?
• Að hælisleitendur fái ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stendur það ekki til boða?,“

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

spyr Ásmundur. Þórdís segir innflytjendur vera eitt, kvótaflóttafólk annað, hælisleitendur enn annað og þegar hælisleitendur hafi fengið umsókn sína samþykkta, sem gerist í minnihluta tilvika, fái þeir alþjóðlega vernd. Á þessu öllu er mikill munur og segir hún að ekki sé hægt að grauta þessu saman í umræðum um málefni útlendinga. Það sé staðreynd að margar umsóknir um hæli séu tilhæfulausar, það sé misnotkun á neyðarkerfi sem er til staðar til að koma fólki frá stríðshrjáðum löndum til aðstoðar:

Hitt er svo önnur spurning, hvort breyta eigi reglum þannig að þeir sem eru í leit að betra lífi eigi auðveldara með að koma hingað og vinna. Það hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins rætt. Að fleiri kæmu til Íslands til að hefja nýtt líf, starfa hér og skila til samfélagsins. En það er algjör grundvallarmunur á því að vilja flytja til Íslands, vinna og byggja upp sitt líf hér og því að sækja um hæli, sem er neyðarréttur, þegar þú bersýnilega uppfyllir ekki þau skilyrði. Þess vegna myndi ég vilja sjá að þeir fjármunir sem stjórnvöld leggja til málaflokksins í heild sinni, hjálparstarf, væri fremur ráðstafað í meira mæli til þeirra sem eru að flýja stríð og ofsóknir, frekar en þau mál þar sem menn vita að þeir eru að misnota það kerfi. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins.

Segir hún að þeir sem tali gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum útlendinga geri það á eigin ábyrgð:

Það hefur verið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins sem málsmeðferðartími í þessum málum hefur farið úr nokkrum árum í nokkrar vikur. Og fjármunir í kerfinu aukist mjög. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr. Hún einkennist af mildi og mannúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?