fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Miðflokkurinn vill taka 130 milljarða úr bönkunum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 16. október 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Mynd/Sigtryggur Ari

Miðflokkurinn segir að hægt sé að taka 130 milljarða króna úr bankakerfinu til að nota til uppbyggingu innviða. Minnka eigi bankana og þar með lækka vexti og gjöld. Þetta kom fram í máli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur oddvita flokksins í Reykjavík norður á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað svipaða áætlun, en þar er gert ráð fyrir rúmlega 100 milljörðum króna sem taka eigi úr bankakerfinu og nýta til uppbyggingu innviða.

Guðfinna segir það nauðsynlegt fyrir ríkið að nýta forkaupsrétt sinn og eignast Arion banka, þá sé hægt að endurskipuleggja fjármálakerfið í heild:

Allir allir bankarnir eru komnir í eigu ríkisins er hægt að minnka bankana,

segir Guðfinna. Stefna Miðflokksins sé að ríkið muni eiga þriðjung í Arion banka til frambúðar, þriðjungur fari á markað og þriðjungur verði færður landsmönnum til eignar. Landsbankinn verði í eigu ríkisins og Íslandsbanki verði seldur erlendum banka. Þá muni einnig skapast svigrúm til afnáms verðtryggingar á lánum. Vill flokkurinn einnig endurskoða lífeyrissjóðakerfið:

Lífeyrissjóðirnir eru orðnir allt of stórir og nú þurfa þeir að flytja að heiman. Þeir þurfa að fara að fjárfesta í nýsköpun og fjárfesta erlendis. Í dag eru lífeyrissjóðirnir að fjárfesta hér á landi, þeir eru að kaupa hver af öðrum þannig að verðið hækkar og það myndast bóla sem getur sprungið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi