fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Jón Valur og Jens reyndu við sigurreifa Íslendinga: Þjóðfylkingin í kapphlaupi við klukkuna

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 12. október 2017 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fresturinn til þess að skila framboðum fyrir komandi alþingiskosningar rennur út á hádegi á morgun, föstudag. Flokkunum gengur misvel að ná tilskyldum fjölda meðmælenda og Íslenska þjóðfylkingin virðist berjast í bökkum.

Jón Valur Jensson, einn ötulasti talsmaður flokksins og ákafasti meðmælendasafnari, hringdi í símatíma Útvarps Sögu í morgun þar sem hann upplýsti að nokkuð vantar enn uppá og auglýsti eftir aðstoð og meðmælendum.

Jón Valur og Jens G. Jensson, oddviti flokksins í Reykjavík suður, brugðu á mánudaginn á það ráð að koma sér fyrir við Laugardalsvöll og fá sigurreifa Íslendinga til þess að skrifa upp á meðmæli að loknum landsleiknum þar sem lið Íslands lagði lið Kósóvó.

Í herútkalli Jón Vals fyrir þá söfnun sagði hann:

„Þá verður fjöldi manns á ferð úr Laugardal á bílum sínum og auðvelt að ná tali af þeim, þar sem þeir, með bílinn í hægagangi eða kyrrstæðan, bíða eftir því að það losni úr flöskuhálsinum –– Látum þetta ganga! –– það munar gífurlega mikið um hverja tvo nýja meðmælendasafnara.“

Árangurinn virðist ekki hafa verið í samræmi við væntingar og nú magnast spennan í herbúðum Þjóðfylkingarinnar með hverri klukkustund

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“