fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Jón Þór segir Davíð Oddsson ekki skilja að hæfileikar séu óháðir kyni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 12. október 2017 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson, oddviti Pírata í Suðurvesturkjördæmi, segir að Davíð Oddsson og pennavinir hans á Morgunblaðinu skilji ekki að hæfileikar séu óháðir kyni. Þetta segir hann vegna Staksteina sem birtust í blaðinu í dag þar sem gert er lítið úr nýrri stöðu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur.

Í Staksteinum er gert grín að því að Þórhildur Sunna verði aðalsamningsaðili Pírata í stjórnarviðræðum og muni því gegna hlutverki ígildis formanns flokksins í þeim. Jón Þór deilir mynd af Staksteinum, en gera má ráð fyrir að þar haldi Davíð Oddsson ritstjóri á penna. Í Staksteinum segir:

„Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hlaut talsverða upphefð í gær. Hún hafði fram að því verið þingmaður Pírata og varaformaður þingflokks þeirra, en í gær gerðist það að hún fékk að auki titilinn ígildi formanns.

Þetta er í senn ígildi virðingar- og áhrifastöðu innan flokksins, en með völdin munu fara Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, sem verða samningamenn flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum.

Gert er ráð fyrir að ígildi formanns verði einnig með ígildi þátttöku í þessum samningahópi.

Athygli vekur að í gær tók annar þingmaður við sem ígildi formanns og svo skemmtilega vildi til að sá er í Viðreisn, sem er einmitt ígildi flokks,“ segir í Staksteinum.

Jón Þór svarar Davíð:

„Davíð Oddsson og pennavinir hans á Mogganum (ekki mbl.is þar sem fagfólk stjórnar) skilja ekki að meritocracy er óháð kyni. Sunna er færasti samningamaðurinn okkar í framboði. Punktur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“