Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur segir það þvælu og vindhögg að kenna Sjálfstæðisflokknum um skort á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Líkt og greint var frá fyrr í dag fullyrti varaformaður Viðreisnar og fulltrúar Pírata í borgarstjórn að ríkisstjórnin standi í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík vegna andúðar Sjálfstæðisflokksins á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Sjá einnig: Segja Sjálfstæðisflokkinn standa í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík
Halldór segir fullyrðingarnar bull:
Þetta er meira bullið. Það er stefna meirihluta Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna í borgarstjórn sem stendur fyrir uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík. Þessi meirihluti hefur fellt okkar tillögur um stækkun hverfisins í Úlfarsárdal,
segir Halldór í athugasemd, bætir hann við:
Klúður í húsnæðismálum Reykvíkinga er í boði hinna sömu og reyna að klína þessu á Sjálfstæðismenn. Það er vindhögg þeir sjálfra og lélegt af þeim en í samræmi við það sem maður upplifir nú í kosningabaráttunni.