Vinstri græn fengi um 30 prósent ef kosið yrði nú og Sjálfstæðisflokkurinn 22 prósent. Þetta kemur fram í könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun.
Miðflokkur Sigmundar Davíðs er með 9 prósent og þá eru Píratar með 8,5 prósent. Er það þremur prósentum lægra en í könnun blaðsins í síðustu viku. Þá er Samfylking með átta prósent og Flokkur fólksins með rúmlega sex prósent.
Viðreisn og Björt framtíð myndu ekki ná manni á þing.
Samkvæmt þessari niðurstöðu væri Vg með 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkur 16. Miðflokkur og Píratar fengju sex mann hvor og Samfylking og Framsókn 5. Nánar er fjallað um könnunina hér.