Föstudaginn 15. september síðastliðinn hóf forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, tveggja vikna „Swachhta Hi Seva“ herferð sem snýr að hreinlæti og snyrtimennsku. Er stefnt að allsherjar vitundarvakningu með það að markmiði að reyna að fá Indverja til að ganga betur um umhverfi sitt.
Herferðin hófst í Uttar Pradesh (hérað á Indlandi) með því að taka upp metnaðarfulla stefnu ríkisstjórnarinnar í hreinlætismálum. Herferðin, sem miðar að því að leggja enn þá meira áherslu á hreinlætisráðstefnuna sem Narendra Modi´s ríkisstjórn byrjaði á, sem nefnd var „Swachh Bharat Mission“, og var hleypt af stokkunum frá Kanpur. Forsetinn tók loforð af þegnum sínum um að gera sitt besta að halda umhverfi sínu snyrtilegu.
Þjóðarherferðin mun sjá til þess að fólk frá öllum stéttum, þ.m.t. forsætisráðherra, ráðherrar, þingmenn og frjáls félagasamtök, taki allir þátt í „Shramdaan“ fyrir hreinlæti og uppbyggingu salernisaðstöðu víða. Takist það mun það bæta umhverfi og minnka úrgang fólks á almannafæri. Jafnframt er stefnt að frekari hreinsun á almennings – og ferðamannastöðum.
Þann 17. september munu Indverjar margir í sjálfboðavinnu taka þátt í að þrífa og byggja salerni. Varaforseti Venkaja Naidu heimsótti þorp í Karnataka 17. september og boðaði þáttöku fólks úr öllum stéttum Indlands að taka þátt í uppbyggingu salernis og hvatti fólk til að stunda hreinlæti. 24. september tóku almennir þorpsbúar og sveitarfélög upp sjálfboðavinnu. Hinn 25. september voru svo almenningsstaðir, strætóskýli og sjúkrahús hreinsuð af kappi.
Sérstök herferð sem snýr að hreinleika og snyrtimennsku er fyrirhuguð á 15 öðrum stöðum hófst svo þann 1. október.