fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Læknar gagnrýna fréttaflutning RÚV: Vonandi þýðingarvillur en ekki vísvitandi rangfærslur

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 5. október 2017 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Læknarnir Oddur Steinarsson og Hjálmar Þorsteinsson gagnrýna fréttastofu RÚV og segja að nýleg frétt um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð sé byggð á misskilningi. Oddur, sem er sérfræðingur í heimilislækningum, og Hjálmar, sem er sérfræðingur í bæklun­ar­sk­urðlækn­ingum, segja í grein í Morgunblaðinu í dag að frétt RÚV sé í engu samhengi við fyrirsögnina. Fyrirsögnin Einka­vædd heil­brigðisþjón­usta dýr­ari sé einfaldlega röng þar sem sænska fréttin, sem RÚV byggir sína frétt á, fjalli um kostnað sænskra sveit­ar­fé­laga vegna heil­brigðis­starfs­fólks sem ráðið er í gegn­um mönn­un­ar­fyr­ir­tæki inn á op­in­ber sjúkra­hús eða heilsu­gæsl­ur. Segja þeir Oddur og Hjálmar að ef það sé einkavædd heilbrigðisþjónusta þá mætti segja að það sama eigi við Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands þar sem hún sé að stórum hluta mönnuð af leigulæknum:

Sama á við um heilsu­gæsl­ur víðar á land­inu. Þetta er tíma­bund­in ráðstöf­un þegar starfs­um­hverfi heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er ekki nógu aðlaðandi og ný­mönn­un starfs­fólks ófull­nægj­andi.

Segja þeir Oddur og Hjálmar að það sé ranglega fullyrt að læknisverk á einkasjúkrahúsum séu dýrari en verk sem unnin eru á spít­öl­um í al­menn­ingseign:

„Um er að ræða lækna á op­in­ber­um heilsu­gæsl­um og sjúkra­hús­um, þar sem lækn­ar eru leigðir inn í neyð á hærra kaupi og starfa oft við hlið þeirra sem fa­stráðnir eru. Sam­an­b­urður af þessu tagi er einnig vill­andi þar sem starfs­fólk sem kem­ur í gegn­um mönn­un­ar­fyr­ir­tæki hef­ur ekki rétt­indi til símennt­un­ar né veik­inda­rétt á kostnað vinnu­veit­and­ans eins og fa­stráðinn starfsmaður,“

segja þeir og bæta við:

Und­ir­ritaðir hafa um ára­bil starfað í Svíþjóð sem lækn­ar og stjórn­end­ur, ann­ars veg­ar inn­an heilsu­gæslu og hins veg­ar inn­an sjúkra­húsa, og hafa því ágæta þekk­ingu á mála­flokkn­um. Það er mat okk­ar að þessi frétt RUV sé afar óná­kvæm end­ur­sögn á upp­runa­frétt­inni hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu. Von­andi er að ástæðan sé frem­ur þýðing­ar­vill­ur frétta­manns­ins en vís­vit­andi rang­færsl­ur. Í lok­in er ástæða til að minna frétta­stof­una á að einka­væðing heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er allt annað en einka­rek­in heil­brigðisþjón­usta. Ef frétt­ir eru hins veg­ar skrifaðar til þess að hafa skoðana­mynd­andi áhrif í eina átt frek­ar en aðra skipt­ir raun­veru­leg merk­ing orða e.t.v. engu máli – hvorki á ís­lensku né sænsku í þessu til­viki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“