fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Egill og Gunnar Smári spá í spilin: Engin hægristjórn í kortunum – Sigrinum rænt af Ingu Sæland

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 4. október 2017 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, Egill Helgason, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/DV

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stöðva flóttann yfir til Miðflokksins, Framsóknarflokkurinn getur átt hættu á að þurrkast út af þingi og æði mörg kosningamet eru í hættu á kjördag 28.október næstkomandi. Þetta kemur fram í greiningum þeirra Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaforingja.

Sjá einnig: Vinstri grænir langstærstir – Björt framtíð og Viðreisn hverfa af þingi

Segir Gunnar Smári á Fésbók að ef úrslit kosninganna verði í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina sé ljóst að Vinstri græn setji sögulegt fylgismet:

VG mælist með 28,6% en hefur mest fengið 21,7% í kosningum (2009). Alþýðubandalagið fékk mest 22,9% (1978). Ef VG heldur þessu fylgi mun fylgi flokksins aukast um 12,7 prósentustig milli kosninga.

Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er samkvæmt útreikningum Gunnars Smára í sögulegri lægð:

Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mælist nú 27,8% sem umtalsvert undir lægsta punkti fylgis þessa helstu valdaflokksins landsins. Það var eftir Hrun 2009 þegar samanlögð atkvæði flokkanna var 38,5%,

segir Gunnar Smári og bætir við:

Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn eru með 8,9%, sem er aðeins undir besta árangri nýrra flokka. Það met á Albert Guðmundsson og Borgaraflokkurinn með 10,9%. Á eftir fylgir Benedikt Jóhannesson og Viðreisn með 10,5%.

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn höggva í Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason fer einnig yfir stöðuna hér á Eyjunni. Hann segir könnunina hljóta að teljast nokkurn sigur fyrir Miðflokkinn að ná þriggja prósentustiga forskot á Framsóknarflokkinn, sem hafi aldrei mælst með jafn lítið fylgi:

Framsókn gæti samkvæmt því átt á hættu að þurrkast út, en það mun þó varla gerast því flokkurinn fær væntanlega alltaf kjördæmakjörna menn á landsbyggðinni. Frambjóðendurnir á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar í mikilli hættu að komast ekki inn,

segir Egill og bætir við:

Það er athyglisvert að Flokkur fólksins er inni á þingi með 5,8 prósent, þrjá þingmenn. Þætti dágóður árangur, en Sigmundur er líklega að ræna af Ingu Sæland kosningasigrinum sem virtist vera í kortunum.

Segir Egill að Flokkur fólksins og Miðflokkurinn höggvi ekki aðeins í Framsóknarflokkinn heldur einnig Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 22,3% fylgi:

Það hlýtur að valda miklum áhyggjum á þeim bæ. Sjálfstæðismenn hafa aðallega eytt tímanum í kosningabaráttunni í að höggva í vinstri flokkana og Pírata, en þeir þurfa að finna leið til að stöðva fylgislekann til Sigmundar og FF. Það gæti reynst erfitt. Sigmundur er afar vinsæll meðal margra sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og Inga Sæland talar kröftuglega til eldra fólks.

Engin hægristjórn í kortunum

Egill segir að miðað við stöðuna í dag þá sé engin hægristjórn í kortunum, Vinstri grænir séu á flugi og sé að ná fylginu aftur sem fór á sínum tíma til Bjartrar framtíðar:

Barátta BF og Viðreisnar  er mjög erfið, flokkarnir eru með um þriggja prósenta fylgi hvor um sig. Einhver gæti spurt hvað hafi orðið af miðjunni í íslenskum stjórnmálum? Sigmundur stofnar sinn Miðflokk – en er það eiginlegur miðjuflokkur? Píratar sigla nokkuð lygnan sjó með 11,4 prósent. Það er ágæt útkoma fyrir þá. Ríkisstjórnarmynstrið sem helst blasir við er VG, Samfylking og Píratar – það er þriggja flokka stjórn. Hægra megin virðast engir stjórnarmyndunarkostir í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“