fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Inga Sæland í vandræðum: „Úps! Byrjar ekki vel”

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 3. október 2017 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, Andrés Magnússon, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Gerður Kristný og Egill Helgason. Samsett mynd/DV

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er búin að koma sér í vandræði með ummælum sínum um óánægju eigenda höfundarréttarins að listaverkinu Sólfarinu við Sæbraut en stórri mynd af verkinu var varpað á skjá á haustþingi flokksins í Háskólabíói um helgina.

Fjörugar umræður hafa skapast um málið í netheimum þar sem heldur hallar á Ingu og flokk hennar. Egill Helgason tekur málið upp í pistli hér á Eyjunni þar sem hann lýsir aðdáun sinni á höfundi verksins, Jóni Gunnari Árnasyni, og segir síðan:

„Nú er deilt um notkun Flokks fólksins á þekktasta verki Jóns Gunnars, Sólfarinu. Flokkurinn notar flennimynd af því í pólitísku áróðursskyni. Allt virðist það vera vanhugsað, en dætrum Jóns Gunnars líkar þetta illa. Það hlýtur að vera þeirra að dæma um hvort slík notkun verksins sé eðlileg.“

Hann klykkir síðan út með því að tilfæra viðbrögð Ingu í samtali við RÚV og segir þau vera „dálítið á skjön.“

Það eru ekki síst þessi orð Ingu í samtali við RÚV sem hreyfa við þeim sem láta sig málið varða:

„Þetta er bara eitthvað verk sem er þarna niðri við sjó. Það stendur hvergi að það megi ekki taka myndir af verkinu. Þær systur ættu kannski bara að fara að setja upp skilti þar, svo að hinn almenni borgari viti að hann megi ekki taka mynd af því.“

Nokkrir leggja orð í belg á Facebook-síðu Egils. Þar segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og fjallagarpur:

Mér finnst að frú Sæland hefði vel getað gúglað lög um höfundarrétt í stað þess að svara með skætingi sem sýnir hroka og fáfræði.

Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, lætur heldur ekki sitt eftir liggja:

„Snýst ekkert endilega um „skoðun“ dætranna. Þetta heita lög. Mjög skýr. Sá sem býður sig fram til þings þarf að skilja hvað lög eru. Inga gera það greinilega ekki.“

Og blaðamaðurinn Andrés Magnússon bætir þessu við umræðuna:

Þetta myndi ekki vefjast fyrir neinum ef flokkurinn hefði notað Rúdolf með Þey í óleyfi undir auglýsingu. Hið sama á auðvitað við ef menn eru að propsa sig með þessum hætti, þar sem skúlptúrinn er notaður nánast sem einkennismerki. Tala nú ekki um þegar flokkur með óljósar þjóðernistilvísanir er að flagga víkingaskipi.

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, minnir á ljóð sitt um Sólfarið: Og ég sem orti um Sólfarið í Drápu: Sólfarið reif sig laust / og ruddist yfir fjörugrjótið // þríarma möstrin / teygðu sig / til himna // beinaber skrokkurinn / skreið út / á næturhafið.

Birgir Jóakimsson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, svarar Ingu síðan fullum hálsi á sínum Facebook-vegg, tengir einnig í frétt RÚV:

Úps! Byrjar ekki vel. Snillingurinn Jón Gunnar Árnason skapaði Sólfarið sem er orðið eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur. Þetta er ekki bara EITTHVAÐ verk. Eitthvað segir mér að ekki muni margir listamenn og hönnuðir kjósa Flokk fólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“