Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið beðinn um að tjá sig sem minnst í kosningabaráttunni. Segir hann á Fésbók að honum skiljist að hann hafi verið tilnefndur til ýmissa jafnréttisverðlauna í ár en um helgina vék Brynjar úr fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður fyrir Sigríði Andersen.
Ég hef verið beðinn um að tjá mig sem minnst fyrir komandi átök og mín helstu verkefni í kosningabaráttunni verða nú kökubakstur og skreytingar,
segir Brynjar og bætir við:
Jafnframt hefur verið óskað eftir því að ég pósti gömlum nektarmyndum af mér, helst fótósjoppuðum. Mýkri verða menn ekki.