fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Kallið er komið

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 1. október 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Brjánsson skrifar:

Fallegt sumar er á undanhaldi og dagarnir styttast.  Dagar skammlífrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar eru með öllu taldir, „kallið er komið, komin er nú stundin“.

Aldraðir

Ríkisstjórnin gumaði af því í upphafi þings,  að nú um áramót myndi hefjast stórkostleg vegferð í þágu aldraðra sem á fimm ára tímabili myndi enda með hundrað þúsund króna frítekjumarki sem er hneisa. Samfylkingin heitir því að þessu marki verði náð strax. Við eigum að auka sveigjanleika stórra hópa til atvinnuþátttöku eftir aðstæðum hvers og eins. Nú, á einstöku velmegunarskeiði eftir mögur ár,  þegar hægt hefur verið að rétta hlut þeirra sem höllum fæti standa, sýndi ríkisstjórnin hvað hefur forgang.  Það reyndist sannarlega ekki hagur venjulegs fólks.

Börnin

Barnafjölskyldurnar hafa verið hlunnfarnar. Þar hefur íhaldið gengið einbeitt fram, skert stuðning við börn. Hverfandi hópur nýtur nú barnabóta, húsnæðisbóta og enn átti að stórlækka vaxtabætur.  Rótin er stefna síðustu ríkisstjórna undir gamalkunnu ægivaldi Sjálfstæðisflokksins, þeim finnst þetta í lagi.  Það finnst okkur ekki og við munum rétta hlut barnafólks, að barnafjölskyldur njóti barnabóta, betra atlætis.

Heilbrigðiskerfið

Það er sama hvar borið er niður í velferðarmálum.  Gammar  og gróðaöfl sölsa undir sig heilbrigðiskerfið og starfrækja þjónustuna sem rífandi bisness.  Heilbrigðisstofnanir út um landið hins vegar sem þegar eru á heljar þröm eiga ekki möguleika og búa við áframhaldandi fjársvelti.  fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sýndi svo ekki var um villst að það átti að halda nákvæmlega sama striki.

Einkageirinn svífur aftur á móti seglum þöndum, Sjúkratryggingar Íslands borga á meðan almennar heilbrigðisstofnanir svelta.

Fátækt er pólitík

Þetta snýst um stjórnmál hvernig komið er. Fátækt á Íslandi er afleiðing pólitískra ákvarðana. Þar ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla ábyrgð. Þessu er hægt að snúa við og skapa samfélag þar sem afkoma allra er tryggð. Það þarf hins vegar vilja og aðra sýn en nýfallin ríkistjórn hafði. Sýnum réttlæti, sköpum eitt samfélag fyrir alla.

Landsbyggðin

Við eigum að standa vörð, vera jákvæð og uppbyggileg í garð landsbyggðar sem vill eflast á eigin forsendum. Við eigum að styðja endursköpun okkar mikilvægu matvælaframleiðslu í landbúnaði og sömuleiðis nýjar atvinnugreinar í sátt við umhverfið, ónumin lönd eru í ferðaþjónustu. Í innviðauppbyggingu vega stórbættar samgöngur á landsbyggðinni þyngst.

Fjölnota svik

Við höfum því miður orðið vitni að því,  í svo mörgu, að litlar efndir fylgja orðum og  nú er Sjálfstæðisflokkurinn enn kominn af stað. Formaðurinn reynir að telja almenningi trú um, þriðju kosningarnar í röð, að heilbrigðisþjónustan, kjör aldraðra og öryrkja séu sérstakt forgangsverkefni. Trúir einhver þessu?

Sanngirni

Það eru ekki velferðarmálin, ekki hagur barna eða umburðarlyndi og mannúð gagnvart fólki í neyð sem sett eru í öndvegi.  Þeir sem standa höllum fæti eru settir til hliðar.  Þessu vilja jafnaðarmenn breyta, það munu þau öfl sem nú voru bráðkvödd ekki gera.  Gefum þreyttum og svikulum stjórnmálaflokkum hvíld, verum djörf og kjósum umbætur.

Höfundur greinar: Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingar í NV kjördæmi.

Birtist fyrst í Vesturland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“