fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Hvað eiga sveitarfélögin að vera fjölmenn?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 1. október 2017 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra skrifar: 

Enn ein nefndin virðist hafa  verið skipuð til þess að fjalla um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Erfitt hefur verið að nálgast skýrsluna þó hefur verið  fjallað  um hana í fjölmiðlum. Í dag eru sveitarfélögin 74 talsins en 1950 voru þau 224.  Alltaf er farið að tala um  ákveðinn fjölda íbúa og nú heyrist að sveitarfélög geti ekki orðið fámennari en 250 manns en 14 sveitarfélög eru undir þeim fjölda nú um stundir.

Þetta er að mínu mati kolröng nálgun. Því umræðan fer alltaf að snúast um þessar tölur þ.e. lágmarksfjölda íbúa. Í síðustu nefnd var talað um að lágmarkið ætti að vera 1000 íbúar.  Við eigum frekar að hugsa sveitarfélögin í svæðum og verkefnum þ.e. hentugum þjónustusvæðum.  Allra fjölmennasta svæðið er í kringum Reykjavík.  Þar eru í einum hnapp 5 sveitarfélög  sem að sjálfsögðu hafa talsverða samvinnu en hafa í raun hvert og eitt ákveðna sérstöðu. Samlegðaráhrifin virðast þar hins vegar heilmikil. Þá liggur stór hluti Suðurlands nokkuð vel við sem þjónustusvæði sem og nokkur önnur svæði í landinu þar á meðal Eyjafjarðarsvæðið o.fl.

Reynsla er komin á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum og Austurlandi. Á strjálli byggðarsvæðum er miklu erfiðara um vik hvað mannfjölda og ýmiskonar þjónustu varðar. Þar er þess vegna út í hött að leggja sameiningu sveitarfélaga upp með ákveðnum fjölda íbúa. Greiðar samgöngur eru grundvallaratriði. Ákveðnar byggðir á Íslandi hafa mikla sérstöðu þar má t.d. nefna Strandir og aðrar fámennar víðfeðmar byggðir. Það er alveg ljóst að þær byggðir geta ekki, allra hluta vegna, þó vilji væri fyrir hendi, boðið uppá samskonar þjónustu eins og stærri sveitarfélög í landinu og þyrftu hugsanlega að kaupa þjónustu eða stofna byggðasamlög um verkefni sem þau ráða ekki við. Ljósleiðaravæðing landsins mun einnig leiða til þess að léttara verður að sameina sveitarfélög m.t.t. nútíma fundartækni.

Í stöðunni núna, ef og þegar við fáum staðfasta ríkisstjórn, verður ríkisstjórnin að hafa kjark og  boðin að koma að ofan þ.e. frá ríkisvaldinu það hefur verið gert t.d. í Danmörku og víðar og gefið góða raun. Varð til þess að sveitarfélögin „neyddust“ til þess að fara að tala saman og úr urðu nokkuð vel heppnaðar sameiningar. Núna virðast sveitarfélögin t.d. hér á Suðurlandi vera í kurteislegum viðræðum sem lítið virðist koma út úr. Ég held reyndar að síðasta sameiningahrina hafi gengið nokkuð vel á Íslandi og orðið til góðs. Brátt líður að næstu hrinu ég held að enn ein nefndarskipan með mælikerum um fjölda íbúa sé úrelt – horfum á svæðin og sameinum sveitarfélög m.t.t. þeirra.

Höfundur greinar: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri.

Birtist fyrst í Suðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“