Forsíða Sunday Times sagði frá því í gær að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlaði sér að halda fund með Pútín, forseta Rússlands, nokkrum vikum eftir að hann tekur við embættinu, í Reykjavík.
En í dag segja fleiri en einn af ráðgjöfum Trump að þetta sé tóm vitleysa.
Um það má lesa á síðu Reuters hér.
Engu að síður þá hefur Trump gefið það út oftar en einu sinni að hann vilji styrkja tengslin við Rússland sem hafa ekki verið góð á meðan Barack Obama hefur verið forseti. Margir bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa haft sérstaklega miklar áhyggjur af því hversu vel Trump hefur talað um rússneska ríkið og Pútín. Einn þeirra ítrekaði í löngu viðtali á BBC að Trump yrði að átta sig á því að Rússland væri ekki lengur stórveldi.
Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.