fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Páll lítur á ráðherraskipanina sem mistök

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins lítur á skipan ráðherra í ríkisstjórnina sem mistök. Hann segir málið ekki snúast um sig sem persónu og tók hann það skýrt fram að hann styður Bjarna Benediktsson formann flokksins og ríkisstjórn hans. Páll segir Bjarna skynsaman mann og hljóti því að leiðrétta mistökin:

„Formaður flokksins er skynsamur maður og leiðréttir þau ábyggilega við fyrsta tækifæri,“

sagði Páll í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Líkt og greint var frá í vikunni greiddi Páll ekki atkvæði með tilllögu Bjarna að ráðherraskipan flokksins. Enginn ráðherra í ríkisstjórninni kemur úr Suðurkjördæmi en Unnur Brá Konráðsdóttir, 8. þingmaður Suðurkjördæmis, verður forseti Alþingis. Páll segir ráðherraskipanina ganga á skjön við lýðræðislegt umboð þingmanna og sé lítilsvirðing við kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Páll á ekki von á uppstokkun í ríkisstjórninni á næstunni, þetta sé bara afstaða í þessu tiltekna máli sem hafi ekkert að gera með stuðning hans við ríkisstjórnina og Bjarna. Aðspurður um hvernig Bjarni geti leiðrétt þessi mistök sagði Páll:

Hann getur leiðrétt þessi mistök með því að forystumaður í sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á að sitja við ríkisstjórnarborð þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Þetta er einfalt mál.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti