fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Er eðlilegt að frambjóðandi eigi í fjölmiðli?

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 14. janúar 2017 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy.
Smári McCarthy.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vildi auka valdheimildir fjölmiðlanefndar gagnvart fjölmiðlum skrifar Andrés Magnússon, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, í pistli sínum sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Samkvæmt Andrési hélt hún því fram í erindi í fyrra, svo heldur Andrés áfram:

Þetta rifjaðist upp fyrir fjölmiðlarýni, þegar hann sá fréttir um að Smári Páll McCarthy, forsætisráðherraefni Pírata, hefði undanfarinn mánuð leitað með logandi ljósi að kaupanda á 2% hlut sínum í vikuritinu Stundinni, „enda er með öllu óeðlilegt að þingmaður eigi í fjölmiðli,“ sagði Smári á Facebook-síðu sinni.

Nú var kosið fyrir tveimur og hálfum mánuði, þannig að það er ekki seinna vænna fyrir hann að selja, svona miðað við þau göfugu prinsipp.

En þá má kannski einnig spyrja hvort ekki hefði verið eðlilegra og prinsippfastara fyrir hann að selja hlutinn sinn fyrir kosningabaráttuna. Varla er það minna óeðlilegt að frambjóðandi eigi í fjölmiðli en þingmaður?

Í pistli sínum ræðir hann þá fjölmiðlaveislu sem hefur verið í kringum stjórnarmyndunina en dregur síðan í land með það þarsem á hinn bóginn hafi þetta allt saman verið frekar fyrirsjáanlegt og nánast hægt að skrifa fréttirnar um það sem gerðist fyrirfram. „Hvernig væri til dæmis að fjölmiðlar létu vera að fylgjast með þessari fáránlegu banal athöfn þar sem menn rétta Assa-lykil og aðgangskort á milli sín, eins og það sé heilagt sakramenti? Hvað má þá segja um hinar óbærilega innihaldslausu fréttir þar sem rætt er við einn af þessum fimm stjórnmálafræðingum landsins, sem af pólitísku innsæi og þekkingu útskýrir fyrir lýðnum að það sé erfitt að spá fyrir um lífvænleik og langlífi stjórnarinnar?“

Síðan ræðir hann hvað það hafi verið „óvænt“ að stjórnarandstaðan hafi ekki mikla trú á ríkisstjórninni. Að fólk úr stjórnarandstöðunni telji að forystumenn stjórnarinnar séu ekki traustsins verðir og að mati Andrésar allt sjálfgefið. Nema kannski að gagnrýni Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á stjórnarsáttmálann í fjölmiðlum hafi verið óvænt, því hörð árás þessara þingmanna á sáttmálann var gerð þegar ekki var búið að ganga frá sáttmálanum.

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti