fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Stuðningsmenn Sigmundar ósáttir við Kastljósspyril: „Eins og léleg kjaftakelling“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. september 2017 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Einar Þorsteinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samsett mynd/DV/Skjáskot af vef RÚV

Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru ekki par sáttir við Einar Þorsteinsson fréttamann á RÚV og segja hann ekki hafa sýnt vönduð vinnubrögð þegar hann tók viðtal við Sigmund Davíð í Kastljósþætti gærkvöldsins. Var Sigmundur Davíð mættur til að ræða málefni Miðflokksins en virtist lenda upp á kant við Einar strax í byrjun viðtalsins þegar Sigmundur vildi leiðrétta innganginn og segja að hvorki hann né eiginkona hans hefðu átt pening á aflandseyju.

Síðar í viðtalinu lendi Sigmundur í orðaskaki við Einar þar sem Einar sagði að Sigmundur hefði ekki framvísað skattframtali til að staðfesta að Sigmundur og eiginkona hans hefðu ekki notað félagið Wintris sem skattaskjól, Sigmundur sagði á móti að það væri fordæmalaust að stjórnmálamaður hefði birt jafn mörg gögn um skattgreiðslur og hann. Bætti Sigmundur svo við:

 Þú bíður mér hér í viðtal nú, til Ríkisútvarpsins. Segir mér að við séum að fara að ræða stofnun nýs stjórnmálaflokks og stöðuna í pólitíkinni framundan. Þetta er þá væntanlega það sem kall­ast hjá Ríkisútvarpinu að vera Sj­ang­hæjaður í þátt? Þó það megi kannski ekki grínast með slíka hluti.

Margir stuðningsmenn Sigmundar voru síður en svo sáttir við framgöngu Einars í þættinum og lýstu yfir hneykslun á Fésbók, þar á meðal Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sem sagði í gærkvöldi:

Þessi spyrill í Kastljósinu er eins og léleg kjaftakelling. Stöð 2 á hrós skilið fyrir sitt viðtal við Sigmund Davíð sem var alvöru viðtal. Hvað gengur RÚV til að haga sér svona og bjóða almenningi upp á svona lélegan spyril? Skömm fyrir RÚV að hafa þennan mann í vinnu,

sagði Guðfinna, líkuðu margir við færslu Guðfinnu, þar á meðal nokkrir nánir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs. Sigmundur sjálfur ræðir Wintris-málið í viðtali við Fréttablaðið í dag ár sem hann segir að hann sé fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum:

Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“