fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

„Til hvers á ég að eyða tíma mínum í það að kjósa?“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Júlían Dagsson.

„Til hvers á ég að eyða tíma mínum í það að kjósa? Þetta er spurning sem sífellt fleiri Íslendingar spyrja sig þessa dagana. Allir eru orðnir langþreyttir á loforðum og lítill sem enginn áhugi á þessari ringulreið sem virðist alltaf vera á Alþingi Íslendinga, sem svo ber lítið sem ekkert traust. Háttvirtur og háttvirtir eru orð sem flest allir í okkar samfélagi tengja ekkert við þingmenn, og því miður hafa þeir sem eru með völdin hverju sinni alveg unnið fyrir því,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson sem sækist eftir 1.-2. sæti Pírata í Suðurkjördæmi. Til þess að skilja hvers vegna flokkar lofi og svíki segir Þórólfur að þá þurfi að skoða hvernig kjósendur velja fólk til að sitja á Alþingi:

Við kjósum flokka og þar sem ekki er hægt að ná hreinum eins flokks meirihluta þá fara flokkar í stjórnarmyndunarviðræður. Oftar en ekki þá eru kosningarloforð notuð sem skiptimynt í þeim viðræðum sem bitnar svo á hinum almenna kjósanda sem hefur nú bara ekkert um það að segja, þegar á þetta stig er komið, hvað er inni og hvað er úti.

Þórólfur segir að til sé lausn á þessu:

Hún heitir þjóðaratkvæðagreiðsla. Við Íslendingar höfum samið nýja stjórnarskrá, stjórnarskrá sem inniheldur umbót á stjórnkerfi okkar Íslendinga. Ég gæti skrifað hér heila bók um það plagg en ég ætla að einbeita mér að þjóðaratkvæðagreiðsluákvæðinu, þetta er vopn sem almenningur þarf að fá í baráttunni um betri stjórnsýslu. Þegar við erum ósammála þingmönnunum okkar eigum við að hafa leið til þess að segja þeim fyrir verkum. Öll erum við orðin þreytt á því að sparka þeim út og kjósa upp á nýtt og það ber engan árangur.

Vonast hann til að fólk í framtíðinni hafi möguleika til að koma að stjórnsýsluákvörðunum:

Þar eru þjóðaratkvæðagreiðslur öflugt tól sem mun leysa þennan vanda. Ég trúi því að í framtíðinni munum við kjósa fólk sem að er duglegt að koma vilja þjóðarinnar í verk en ekki fólk sem að lofar einhverju og stendur svo ekki við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“