fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Smári gagnrýnir orðræðu Sjálfstæðisflokksins: „Mér líður eins og ég sé fastur inní 1984“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að pólitísk umræða á Íslandi sé farin að snúast fyrst og fremst um hvaða útgáfu af raunveruleikanum fólk trúi hverju sinni, gagnrýnir hann orðræðu Sjálfstæðisflokksins harðlega og segir að honum líði eins og hann sé staddur í skáldsögunni 1984 eftir George Orwell þar sem hugsanaglæpir leynist á hverju strái.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra  gagnrýndi Smára harðlega í gærkvöldi eftir að Smári sagði að Bjarni hafi notað bága stöðu barna sem pólitíska skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok:

„Þannig segir Smári Mccarthy sem nýlega var í fréttum fyrir rætnar samlíkingar við mál Jimmy Savile, að ég hafi með aðkomu minni að þinglokasamningum hótað ,,að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur.“ Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu – leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“

Hér má sjá rimmu Smára við Sjálfstæðismenn síðustu daga:

Utanríkisráðherra: Tíst Smára McCarthy skaðaði ímynd Íslands

Smári svarar Guðlaugi: „Það er galið að ætla að kenna mér um“

Saka Bjarna um að nota bága stöðu barna sem pólitíska skiptimynt

Bjarni svarar: „Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu?“

Reynt verður að afvegaleiða umræðuna

Smári segir að orðræða Sjálfstæðismanna sé að öll gagnrýni á sig sé ómálefnaleg:

Orðræða Sjálfstæðisflokksins er að öll gagnrýni á sig sé ómálefnaleg, allar hugmyndir aðrar en þeirra séu óábyrgar, og allar tilraunir til að fara aðra leið séu frekja. Þetta er fásinna og valdhroki, en mér líður eins og ég sé fastur inní 1984; hugsanaglæpir leynast á hverju strái,

Segir Smári að staðreyndin sé sú að nokkur brýn mál verði á dagskrá þingsins í dag en þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi hótað málþófi og fjórir flokkar hafi lúffað fyrir þeim þá sé stjórnarskrármálið ekki á dagskrá. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við MBL í gærkvöldi að það væri galið að ætla að setja tímapressu á stjórnarskrármálið. Smári segir hins vegar að reynt verði að afvegaleiða umræðuna:

Segja að Píratar séu að koma í veg fyrir mikilvæg mál. Það er ósatt. Við viljum afgreiða útlendingalögin og uppreist æru og öll hin málin sem eru á dagskrá. Ekki trúa öðru. Sá sannleikur sem ég boða hér hefur þann eiginleika að hægt er að sannreyna hann. Sannleikurinn er nefnilega ekki svo lausofinn í raunveruleikann að hann ráðist alfarið af því hvað Sjálfstæðisflokkurinn segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík