„Ég hef ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu á lista VG í Suðurvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar.“
Þetta sagði Sigursteinn Másson nú fyrir stundu á Facebook-síðu sinni.
Sigursteinn er ekki ókunnur Vinstri grænum. Á síðasta ári skipaði Sigursteinn fjórða sæti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í sama kjördæmi. Sigursteinn, sem starfaði áður í fjölmiðlum og sem formaður Öryrkjabandalagsins, segir ennfremur:
Ég legg verk mín og reynslu á borðið og mun sérstaklega beita mér fyrir stórbættri geðheilbrigðisþjónustu, auknum forvörnum og lýðheilsustarfi, umhverfisvernd og dýravelferð.