fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Bragi: Jafn mikilvægt að bjarga sauðfjárbændum og að koma börnum í skjól

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary, Haniye og Gunnar Bragi Sveinsson. Samsett mynd/DV

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins segir það jafn mikilvægt að koma til móts við og bjarga fjölskyldum sauðfjárbænda og að koma börnum í skjól. Gagnrýndi hann á Alþingi í dag að vandi sauðfjárbænda væri ekki á dagskrá þingsins, Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði að mikilvægasta málið væri að samþykkja lög um útlendinga til að koma í veg fyrir að börnum, þar á meðal Mary og Haniye, yrði vísað úr landi. Því var Gunnar Bragi ekki sammála:

Ég tek ekki undir með þingflokksformanni VG að miklvægasta málið sé að koma börnum í skjól. Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt og að koma til móts við og að bjarga búum og fjölskyldum sauðfjárbænda,

sagði Gunnar Bragi. Vandi sauðfjárbænda var í deiglunni áður en boðað var til kosninga en þar sem aðeins var samið um að gera breytingar á lögum um útlendinga og lögum um uppreist æru á síðasta degi þingsins þá er ljóst að vandinn verður ekki leystur fyrr en eftir kosningar. Vildi Gunnar Bragi vita hvers vegna vandi sauðfjárbænda væri ekki á dagskrá þar sem það væri jafn mikilvægt mál og þau sem voru á dagskrá:

Hvernig stendur á því að við erum ekki hérna með eitt brýnaasta málið sem þurfi að leysa í dag? Ég tek ekki undir með þingflokksformanni VG að miklvægasta málið sé að koma börnum í skjól. Það er mikilvægt mál en það er jafn mikilvægt og að koma til móts við og að bjarga búum og fjölskyldum sauðfjárbænda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“