fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Bragi fylgir ekki Sigmundi: „Ég stefni á það að taka áskorun Ásmundar Einars“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 25. september 2017 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins segir sárt að sjá á eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni úr framsóknarflokknum þar sem hann hafi náði gríðarlegum árangri fyrir land og þjóð. Aðspurður segist Gunnar hafa fengið fjölmargar áskoranir um að fylgja Sigmundi en hann stefni þó á að taka áskorun Ásmundar Einars Daðasonar í slagnum um oddvitasæti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Gunnar Bragi segir í samtali við Eyjuna að hann taki þó undir með Sigmundi Davíð um að margt sé að innan Framsóknarflokksins:

Þetta er svakalega erfitt ástand. Ég er búinn að vera í Framsóknarflokknum alla mína ævi og hef aldrei séð það svona. Nú ætla ég að hitta mitt fólk og ræða málin.

Ásmundur Einar sagði að allt væri óráðið með framboð þegar hann ræddi við blaðamann Eyjunnar í síðustu viku en hann tilkynnti svo á laugardaginn að hann ætlaði gegn Gunnari Braga í oddvitasæti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Gunnar Bragi ætlar að taka þann slag:

Ég stefni á það að taka áskorun Ásmundar Einars. Það breytir ekki því að það er rosalega margt sem þarf að laga í Framsóknarflokknum og mun ég ræða það við mitt fólk á næstunni.

Varðandi ákvörðun Sigmundar Davíðs að segja sig úr flokknum og setja á fót nýtt framboð segir Gunnar Bragi að hann skilji þá ákvörðun mjög vel:

Ef það er ekki eftirspurn eftir kröftum, skoðunum eða hugsjónum manns þá er ekki óeðlilegt að menn finni þeim annan farveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við