fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík segir sig úr flokknum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 25. september 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Stefán Rögnvaldsson hefur sagt af sér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Afsögn Ragnars kemur í kjölfarið á afsögn formanna tveggja Framsóknarfélaga, í Reykjavík og á Þingeyri.

Sjá einnig: Formenn Framsóknarfélaga yfirgefa flokkinn

Ragnar Stefán segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi viljað sjá breytingar þegar hann gekk í flokkinn árið 2009 á sama tíma og gömlu valdaklíkurnar hafi tapað yfirráðum sínum:

Á meðan grasrótin vann gríðarlega gott starf í innra starfi flokksins vöknuðu gömlu valdhafarnir við vondan draum og sáu sér til skelfingar að þeir höfðu misst tökin á flokknum. Voru því bakherbergin til sjávar og sveita fyllt af reyk og í flýti hafist handa við að endurheimta Framsóknarflokkinn til gömlu valdamannanna og flokksgæðinga,

segir Ragnar. Hann segir að það sé að takast með því stilla frambjóðendum upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni:

Af þessu leiðir að starfi mínu í flokknum er sjálfhætt, ég segi því af mér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og læt einnig af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við