fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Stöðvið helför landbúnaðarráðherra!

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 24. september 2017 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra Viðreisnar vill láta lóga fimmtu hverju kind í landinu.

Eftir því sem maður les fleiri fréttir af stöðu sauðfjárræktar í landinu og hugleiðir tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra Viðreisnar „vegna erfiðleika í sauðfjárrækt“ opinberast skýrar hversu geggjað allt þetta mál er.

Loks þegar tölur birtast um birgðastöðu kindakjöts í landinu þá kemur í ljós að þær voru aðeins um þúsund tonn í upphafi þessa mánaðar. Þær eru tæplega fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra. Hið meinta „kjötfjall“ ráðherrans er vart meira en þúfa. Fyrir þetta lítilræði vill hún nú láta skjóta fimmtu hverju kind í landinu og rústa landbúnaðarbyggðum í leiðinni.

Sjá frétt: Minnstu birgðir kindakjöts í fimm ár. 

Veifa á peningum framan í bændur og lokka þá til að láta af búskap. Enginn veit hverjir munu segja já við þessu og hverjir munu hafna þessum greiðslum og kjósa að halda áfram búskap. Þannig vitum við ekkert um það hverjar afleiðingarnar verða fyrir byggðir landsins. Það liggur ekki fyrir nein úttekt á því hvar réttast væri að hagræða, hvaða bú ættu að halda áfram út frá þjóðhagslegum sjónarmiður þar sem tekið yrði tillit til landgæða, byggðamála og áfram mætti telja. Niðurstaðan af þessu brambolti ráðherrans verður vísast skelfingin ein. Þetta er fálmkennt skot í myrkri.

Rétt er í þessu sambandi að vekja athygli á þeim tölum yfir fjölda sauðfjár og búa á Vesturlandi sem birtar eru á þessari síðu í Vesturlandi. Sauðfjárbúskapurinn er afar mikil atvinnugrein í landshlutanum. Hvar vilja menn fækka? Vestur í Dölum? Í Borgarfirði? Á Snæfellsnesi? Í Hvalfirði? Í Kjós?

Sjá frétt: Fé á Vesturlandi fjölgaði um eitt prósent á síðasta ári.

Nei. Það verður að stöðva fyrirætlaða helför landbúnaðarráðherra. Það verður að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum að hatur Viðreisnar á íslenskum landbúnaði og fyrirlitning þessa flokks á fullveldi þjóðarinnar fái að brjótast út með þessum barnalega hætti. Þessu fólki er ekki sjálfrátt.

Hér ber Sjálfstæðisflokkurinn þunga ábyrgð. Ætli hann að standa undir eigin nafni verður hann að grípa í taumana. Það er ábyrgðarhluti að standa hjá og láta það gerast að landbúnaðarráðherra verði látinn komast upp með að láta sverðið falla á hinar dreifðu byggðir landsins. Þeir sem þegja í þessu máli og láta þetta gerast verða samsekir þegar upp er staðið. Ætla þingmenn Sjálfstæðisflokksins virkilega að eiga hlut í því að láta skera niður fimmtung sauðfjárstofnsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og hljóta þann dóm sögunnar að hafa tekið þátt í að veita byggðum banasár?

Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri Vesturlands.

Birtist sem leiðari í landshlutablaðinui Vesturlandi. Tekið skal fram að sama dag og blaðið kom út féll ríkisstjórnin:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík