fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 22. september 2017 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins. Mynd/Sigtryggur Ari

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í lok júlí síðastliðnum að faðir Bjarna hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum barnaníðing, umsögn vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru.

Nefnd­ar­fund­ir í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd ætla að verða ör­laga­rík­ir fyr­ir Bjarta framtíð og Viðreisn. Á þriðju­dag mætti dóms­málaráðherra fyr­ir nefnd­ina og þá sýndu svör ráðherr­ans og viðbrögð nefnd­ar­manna að næt­ur­brölt þess­ara flokka í liðinni viku var full­kom­lega tilefnis­laust,

segir Davíð. Umboðsmaður hafi greint frá því að ekkert tilefni væri til að athuga embættisfærslur Sigríðar, sem vinstrimenn hafa hamast yfir. Spyr Davíð þá eftirfarandi spurninga:

Hvað ætli sé þá eft­ir af risa­stóra mál­inu sem varð til þess að tveir rík­is­stjórn­ar­flokk­ar misstu stjórn á sér og álpuðust út úr rík­is­stjórn?

Og hvað með stór­yrðin sem fallið hafa af engu til­efni frá fjölda stjórn­mála­manna, jafn­vel um lög­brot ráðherra?

Munu æs­inga­menn­irn­ir biðjast af­sök­un­ar á ósköp­un­um?

Munu þeir skamm­ast sín í hljóði en láta eins og ekk­ert sé?

Eða gera þeir ef til vill hvor­ugt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík