fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 22. september 2017 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason. Mynd/DV

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að þögnin um málaflokkinn hafi verið rofin þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu á fundi Sam­taka eldri sjálf­stæðismanna þann 13. september síðastliðinn og ræddi um ófyr­ir­sjá­an­leik­a í út­lend­inga­mál­un­um:

„Það sem við höf­um lært er að það borg­ar sig að stór­efla stjórn­sýsl­una, þannig að niðurstaða fá­ist í þau mál sem allra fyrst. Það er mann­rétt­inda­mál að fá svar strax. […] Mér finnst erfitt að horfa á [eft­ir] þess­um miklu fjár­mun­um sem fara í þetta mál,“

sagði Bjarni. Björn segir mikilvægt að efla landamæravörslu, það gæti stemmt stigu við komu þeirra sem leggi fram tilhæfulausar hælisumsóknar:

Þeir eiga ekk­ert er­indi hingað og ætti að gera skipu­legt átak í sam­vinnu við flug­fé­lög til að spara þeim til­gangs­lausa ferð til Íslands í von um hæli. Þetta fólk mætti kalla fé­lags­legt far­and­fólk því að til­gang­ur þess er oft einkum sá að nýta sér fé­lags­legt kerfi á meðan hæl­is­um­sókn er til meðferðar.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/EPA

Bjarni mun hafa sagt á fundinum að lögreglan færi ekki óvopnuð í Víðines þegar hælisleitendur dveljast þar. Björn segir að Alþingi hafi veikt tiltrú til Útlendingastofnunar með því að veita albönsku fjölskyldunni, Xhulia, Kevi og Kastriot Pepaj, ríkisborgarétt. Vitnar Björn í orð Bjarna á fundinum þar sem hann sagði að það að veita ríkisborgararétt hafi verið slæm ráðstöfun:

„Ég er þeirr­ar skoðunar að við þurf­um að vera með mjög strang­ar regl­ur og skýr svör, ella mun­um við kalla yfir okk­ur bylgj­ur af nýj­um flótta­mönn­um,“

sagði Bjarni. Björn segir þetta sögulegt:

Það er í raun sögu­legt að umræða af þessu tagi fari fram á stjórn­mála­vett­vangi og lík­lega er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eini ís­lenski stjórn­mála­flokk­ur­inn sem hef­ur þrek til að taka þessi mál til umræðu á mál­efna­leg­an hátt og á svipuðum grunni og gert er í for­ystu­flokk­um í öðrum lönd­um.

Tekur hann þó fram að ekki skuli setja alla undir sama hatt, þar sem innflytjendur sem koma hingað eiga ekki að vera skipaðir í hóp með flóttafólki. Björn ræðir stöðu danska Þjóðarflokksins sem hafi gert byltingu í dönskum stjórnmálum, náð 21% fylgi og sé nú í samstarfi við jafnaðarmenn. Nú hafi Danir ákveðið að rjúfa þá hefð að taka á móti 500 kvótaflóttamönnum á ári þar sem danskt sam­fé­lag anni því ekki að laga þá sem áður hafa komið að dönsk­um hátt­um. Segir Björn að útlendingamálin verði óhjákvæmilega hluti af kosningabaráttunni næstu vikur:

Stutt en vænt­an­lega snörp kosn­inga­bar­átta er haf­in vegna þing­kosn­ing­anna 28. októ­ber. Óhjá­kvæmi­legt er að fram­bjóðend­ur og flokk­ar geri kjós­end­um grein fyr­ir stefnu sinni í þess­um mik­il­vægu mál­um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér