fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn fresta landsfundi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/EPA

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að fresta landsfundi flokksins fram á næsta ár. Til stóð að halda landsfund 4. til 5. nóvember á þessu ári en í ljósi stöðunnar, vegna stjórnarslita og kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar 28. október næstkomandi, hefur miðstjórnin ákveðið að fresta fundinum. Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins sagði í samtali við RÚV að einhugur væri innan flokksins að fresta landsfundinum til febrúar eða mars 2018.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið án varaformanns frá fráfalli Ólafar Nordal og voru uppi vangaveltur í aðdraganda komandi landsfundar, áður en stjórnin féll, hver myndi bjóða sig fram í embættið. Hafa verið nefnd nöfn Unnar Brár Konráðsdóttur þingforseta, Þórdísar K.R. Gylfadóttur iðnaðarráðherra og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ritara Sjálfstæðisflokksins. Búast má við því að Bjarni Benediktsson bjóði sig fram til áframhaldandi formannssetu, sagði hann við fjölmiðla í kjölfar stjórnarslitanna að hann telji sig enn hafa verk að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin