fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það.

Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í Reykjavík þrýsti á Loga um að bjóða sig fram í oddvitasæti í Reykjavík til að styrkja stöðu Loga fyrir komandi kosningar. Eyjan bar þetta undir Loga:

Ég kannast ekki við þetta, ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda og hef ekki heyrt um þetta,

segir Logi. Logi segir að hann hafi heyrt að ýmislegt hafi verið rætt en það hafi verið komið að máli við sig um að færa sig um kjördæmi. Samfylkingin náði ekki inn manni á suðvesturhorni landsins í síðustu kosningum, heldur aðeins í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Miðað við skoðanakannanir hefur staða flokksins hins vegar vænkast nokkuð að undanförnu og á því góðan möguleika á að bæta við sig þingmönnum í kosningunum 28. október næstkomandi. Logi segir ljóst að flokkurinn þurfi að bæta við sig fylgi:

Mér lýst ágætlega á kosningarnar en það er ljóst að við þurfum að bæta við okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“