fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru að heyrast raddir um að flýta ætti flokksþinginu fyrir kosningar.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

Samkvæmt lögum flokksins boðar haustfundur miðstjórnar til flokksþings en þann fund þarf að boða með 30 daga fyrirvara, miðstjórnin tekur svo ákvörðun um dagsetningu flokksþings en hafa þarf í huga frest félaga til að skila inn kjörbréfum til skrifstofu sem eru sjö dagar. Eins þarf að gefa flokksfélögunum svigrúm til að geta boðað til funda við val fulltrúa sinna, en áskilið er að það fari fram á félags- eða aðalfundum félaga. Það þurfa að líða a.m.k. sjö dagar vegna aðalfundarboðs. Einnig er skylt að halda flokksþing ef þrjú kjördæmisþing krefjast þess.

Frá flokksþingi Framsóknarflokksins í Háskólabíói síðasta haust þar sem Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskosningum Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Enn kraumar óánægja innan Framsóknarflokksins vegna úrslita formannskjörs á síðasta flokksþingi þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni, vilja margir innan flokksins meina að Sigurður Ingi sé ekki réttkjörinn formaður og mátti því búast við nokkurri spennu fyrir næsta flokksþing, sér í lagi ef Sigmundur Davíð hefði gefið kost á sér. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að Lilja Alfreðsdóttir ætti að gefa kost á sér sem formann flokksins. Ljóst er nú að ef það verður uppgjör innan Framsóknarflokksins þá verði það í janúar líkt og stefnt var að á fundi síðasta vor.

Sjá einnig: Gunnar Bragi: Staða Framsóknarflokksins er djöfulleg

Sjá einnig: Vigdís um átökin innan Framsóknar: „Þetta fólk er búið að taka grímuna af sér“

Sjá einnig: Sigurður Ingi: „Ákveðinn hópur sættir sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu“

Sjá einnig: Sigmundur boðar uppgjör á næsta flokksþingi: „Hinn almenni flokksmaður hefur tekið völdin áður“

Það hefur verið í umræðunni núna að boða ætti flokksþing einn tveir og þrír, en sá tímarammi er ekki inni í myndinni miðað við hefðbundna boðun á flokksþingi,

segir Einar Gunnar í samtali við Eyjuna. Ákvörðunin var tekin á fundi landsstjórnar Framsóknar síðastliðinn þriðjudag, var þar eftirfarandi beint til kjördæmastjórna:

„Við þær aðstæður sem eru uppi vegna þess að nú eru 24 dagar til að ljúka vinnu við framboðslista áréttar landsstjórn að hvert kjördæmisþing hefur það á valdi sínu að ákveða framboðsleiðir þ.m.t. fresti til framboðs og fresti frá framboði til kjördæmisþinga þannig að hægt sé að stilla upp framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar. Jafnframt beinir landsstjórn því til kjördæmastjórna að taka til umræðu á kjördæmaþingum málefni sem flokkurinn muni bera fram í næstu kosningum.​“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“