fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Bjarni býst við óvæginni kosningabaráttu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Þormar Vignir

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að kosningabaráttan verði vafalaust óvægin á köflum en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei óttast kjósendur og sé ævinlega tilbúinn til kosninga. Í bréfi sem Bjarni sendir flokksmönnum sínum í dag segir hann að hann geti ekki svarað fyrir ákvörðun föður síns um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn þegar Hjalti sótti um uppreist æru, undirskriftin hafi verið hluti af úreltu og meingölluðu ferli sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi þegar hafið vinnu við að afnema:

Sú vinna hófst áður en mál­in komust í há­mæli en brotaþolar og aðstand­end­ur þeirra eiga heiður skilið fyr­ir að knýja fast á um breyt­ing­ar,

segir Bjarni. Hann segir að atburðarrásin síðustu daga hafi verið hröð og hafi komið honum á óvart, en fyrst og fremst hafi hún valdið honum vonbrigðum:

Viðbrögð sam­starfs­flokka okk­ar við meint­um trúnaðarbresti, sem var að vísu eng­inn í huga ann­ars flokks­for­manns­ins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru frá­leit og ábyrgðarlaus gagn­vart fólk­inu í land­inu. Sam­starf­inu var slitið án þess að minnsta viðleitni væri gerð til að eiga sam­tal um það mál sem deilt var um.

Smáflokkum mun fjölga með tilheyrandi glundroða

Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki hlaupast undan ábyrgð og muni stýra starfsstjórn fram til kosninga 28. október næstkomandi:

Í dag eru ein­ung­is 36 dag­ar til kosn­inga. Við eig­um mikið verk fyr­ir hönd­um á stutt­um tíma. Það er mik­il­vægt fyr­ir Íslend­inga að fá aft­ur traust og festu í stjórn­mál­in í land­inu,

segir Bjarni. Skoðanakannanir bendi til að smáflokkum muni fjölga á þingi með „tilheyrandi glundroða“. Hann segir jafnframt að Sjálfstæðisflokkurinn muni varla sigla lygnan sjó fram að kosningum:

Framund­an er snörp kosn­inga­bar­átta. Hún verður vafa­laust óvæg­in á köfl­um en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur aldrei ótt­ast kjós­end­ur. Við erum æv­in­lega til­bú­in til kosn­inga og hlökk­um til að fara um landið, eiga sam­tal við lands­menn og kynna stefnu­mál okk­ar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík