Ríflegur meirihluti landsmanna vill að Vinstri grænir taki sæti í næstu ríkisstjórn, aðeins 14% landsmanna vill að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndi tveggja flokka stjórn að loknum kosningum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Miðað við stöðuna í stjórnmálunum um þessar mundir kemur ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós í könnuninni. Meðal annars að 62% landsmanna voru hlynnt ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu:
Svipaður fjöldi var sammála því að nýliðnir atburðir hafi gefið tilefni til stjórnarslita:
Þegar litið er til aldurs voru kjósendur undir fertugu líklegri til að telja að atburðirnir gæfu tilefni til stjórnarslita, en rétt yfir helmingur yfir 60 ára aldri var sama sinnis. Helmingur þeirra sem hafa yfir 1.250 þúsund krónur í mánaðarlaun töldu að nýliðnir atburðir gæfu tilefni til stjórnarslita. 9 af hverjum tíu stuðningsmanna Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna töldu tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu, en því var öfugt farið hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins þar sem 11% töldu vera tilefni til stjórnarslita.
Þegar spurt var Hvaða flokkar, tveir eða fleiri, myndir þú vilja að mynduðu nýja ríkisstjórn? voru þetta svörin:
Mikill munur er á því hvaða flokka fólk nefnir eftir því hvaða flokk það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag:
Mjög misjafnt er hvaða samsetningar fólk nefndi þegar spurt var hvaða flokkar ættu að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Flestir sem nefndu flokka sögðu Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, en það voru aðeins 14%, meira en helmingur sagði annað: