fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Sigríður segist hafa verið í fullum rétti: Sárt að vera sökuð um leyndarhyggju vegna varfærinna ákvarðana

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. september 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

„Póli­tísk­ar ávirðing­ar tek ég ekki nærri mér. Stjórn­mála­menn mega bú­ast við nán­ast hverju sem er í þeim efn­um. Hitt tek ég þó afar nærri mér og finnst sárt, að menn ætli til viðbót­ar við hefðbund­in stjórn­mála­átök að brigsla mér og öll­um flokks­systkin­um mín­um um „gam­aldags“ leynd­ar­hyggju og yf­ir­hylm­ingu með kyn­ferðis­brota­mönn­um vegna þess eins að ráðuneyti mitt tók var­færna ákvörðun um birt­ingu viðkvæmra gagna.“

Þetta segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, segir hún að hún hafi verið í fullum rétti að deila upplýsingum með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í sumar þegar hún tjáði honum að faðir hans hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn, ráðherrum ríkisstjórnarinnar sé frjálst að kynna sér efni trúnaðarskjala:

Þegar af þeirri ástæðu get­ur það aldrei verið trúnaðar­brot að ræða slík mál við for­sæt­is­ráðherr­ann sem hafði heim­ild til að kynna sér öll þau gögn á sín­um tíma. Þar fyr­ir utan verða fagráðherr­ar að geta rætt við for­sæt­is­ráðherra í trúnaði og án tak­mark­ana. Annað væri fás­inna. For­sæt­is­ráðherra er þá bund­inn sama trúnaði og fagráðherr­ann í mál­inu. All­ur áburður um trúnaðar­brot af minni hálfu stenst ekki skoðun,

segir Sigríður, en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu undir formerkjum trúnaðarbrests,  þar sem Sigríður átti að hafa deilt upplýsingum með Bjarna í júlí á meðan formanni Bjartrar framtíðar var ekki greint frá aðkomu föður Bjarna að málinu fyrr en það var við það að rata í fjölmiðla.  Sigríður segist vera hugsi yfir kröfu fjölmiðla um að óska eftir gögnum í kynferðisafbrotamálum:

Ég er ekki í vafa um að birt­ing þess­ara gagna mun ýfa upp sár og valda mörgu fólki sál­ar­ang­ist. Brotaþolar finna sig mögu­lega knúna til þess að end­ur­meta af­stöðu sína til fólks sem þeir hafa aldrei átt neitt sök­ótt við. Fólks sem hef­ur ekk­ert annað til sak­ar unnið en að hafa viljað sýna vel­vilja í garð ná­ung­ans sem felst í því að gefa jafn­vel þeim sem hafa framið smán­ar­leg­ustu glæpi færi á öðru tæki­færi í líf­inu.

Segir hún að lokum að hugur sinn sé hjá brotaþolum, aðstandendum og umsagnaraðilum:

Aðstand­end­ur, brotaþolar og um­sagnaraðilar. Hinir dæmdu líka og aðstand­end­ur þeirra. Hug­ur minn er hjá öllu þessu fólki nú. Ég vona að í op­in­berri umræðu um birt­ingu gagna um þetta fólk muni eng­inn fara offari og að þegar fram líða stund­ir verði hægt að rifja hana upp án þess að valda mönn­um óþarfa þján­ing­um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?