fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Margrét yfirgefur Frelsisflokkinn: „Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. september 2017 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Margrét sóttist eftir 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar árið 2014 og lagði þá mikla áherslu á kristin gildi. Samsett mynd/DV

Margrét Friðríksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og hefur þess í stað gengið til liðs við Flokk fólksins. Margrét staðfesti það í samtali við Eyjuna að orðið hafi trúnaðarbrestur í Frelsisflokknum, en líkt og greint var frá lok ágúst stefndi Margrét á að leiða Frelsisflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári.

Sjá einnig: Frelsisflokkurinn opnar vefsíðu

Sjá einnig: Margrét Friðriksdóttir ætlar í borgarstjórn

Hún segir í færslu á Stjórnmálaspjallinu á Fésbók, sem hún stýrir, að hún hafi í raun stutt Flokk fólksins frá stofnun hans:

Ég var stödd á stofnfundi sem og á aðalfundi núna í vor og hafa hugsjónir okkar ávalt fallið saman nema kannski að því leiti að ég hefði viljað sjá skarpari línur í málum hælisleitenda og skjóta málsmeðferð ekki síst hælisleitendurna sjálfra vegna, sem flokkurinn leggur nú áherslur á. Mikilvægt tel ég einnig að tekið sé upp vegabréfseftirlit á ný í ljósi ástandins sem við höfum verið að horfa uppá hjá nágrannaþjóðum okkar,

segir Margrét. Þess vegna, í kjölfar þess að boðað hefur verið til kosninga 28. október næstkomandi, þá ætlar hún að styðja alfarið við Flokk fólksins. Varðandi trúnaðarbrest innan Frelsisflokksins segir Margrét að lítill hópur manna hafi yfirtekið flokkinn og gengið gegn því sem stjórnin hafi samþykkt:

Það gengur ekki að menn gangi ekki í takt, á aðalfundinum var lagt upp allt önnur nálgun, stjórnin hafði ekki áhuga á neinu þjóðfylkingardæmi, ef ég hefði haft áhuga á því þá hefði ég tekið þátt í því á sínum tíma. Í stjórninni er maður að nafni Guðmundur Jónas [Kristjánsson] sem hefur talað með allt öðrum hætti en við ákváðum á aðalfundi og núna síðast var hann að saka mig um að vera tvöfalda í roðinu,

segir Margrét í samtali við Eyjuna. Margrét segir að hún hafi aldrei falið það að hún sé vinkona Ingu Sæland formanns Flokks fólksins og hafi viljað sameina flokkana tvo sem og fleiri smærri flokka. Margrét gengdi starfi ritara Frelsisflokksins og sá um vefinn, hún er ekki viss hvort hún haldi því áfram, það komi í ljós á næsta flokksfundi. Frelsisflokkurinn var stofnaður 1.júní síðastliðinn, Margrét segir að margt hafi breyst á þeim stutta tíma:

Það eru sex stofnmeðlimir hættir, við vorum 14 í stjórninni fyrst, það eru bara átta eftir. Vegna þess að þarna eru menn sem voru ekki að meðtaka þessa hugsjón sem að við lögðum upp með. Mér hefur fundist sem Gunnlaugur [Ingvarsson formaður Frelsisflokksins] vera fastur í því líka, en samt víðsýnni.

Aðspurð hvort hún ætli í framboð fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum segir Margrét að hún stefni ekki á það, hún hafi frekar áhuga á borgarmálunum, vill hún ekki útiloka að hún bjóði sig fram sem oddvita Flokks fólksins í Reykjavík næsta vor:

Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?